Skírnir - 01.01.1953, Síða 125
Skímir
íslenzk skjalasöfn
121
1845. Árið 1872 voru sveitarstjórnir (hreppsnefndir, sýslu-
nefndir, amtsráð) lögboðnar hér á landi. Skriftir og skjala-
gerð fóru mjög í vöxt á 19. öld, frá æðstu embættum allar
götur til lægstu starfsmanna, en skrifstofuhald stofnana fer
auðvitað eftir starfsviði þeirra. Við dómstóla, svo sem lands-
yfirréttinn, er það mest fólgið í skráningu dóma og flokkun
dómsskjala. Skrifstofa alþingis vinnur fyrst og fremst að
skráningu umræðna og þingskjala. Stiftamtmannsembættið
var lagt niður 1872 og embætti landshöfðingja stofnað. Brátt
varð sú breyting á skrifstofuhaldi, að landshöfðingi hætti að
halda bréfabók, en tók upp þann sið að geyma uppköst sín
ásamt komnum bréfum, hvort tveggja flokkað eftir bréfadag-
bók. Sá háttur skrifstofuhalds náði mikilli útbreiðslu á síðustu
áratugum 19. aldar og framan af þessari öld.
Segja má, að 20. öldin hefjist með þeirri miðsókn stjórn-
valds, sem ekki hafði þekkzt fyrr í sögu lands vors og ekki
mun eiga sér hliðstæður í nálægum löndum. Þegar æðsta
stjórn svo nefndra íslenzkra sérmála fluttist inn í landið
1904, var ekki einungis lagt niður landshöfðingjaembættið,
heldur einnig ömtin og amtmannaembættin og vald allra þess-
ara embættismanna sameinað í höndum ráðherra og stjórnar-
ráðs í Reykjavík. Af breytingum, sem orðið hafa á embætta-
skipun síðan 1904, skal aðeins þess getið, að árið 1920 var
landsyfirréttur lagður niður og stofnaður íslenzkur hæsti-
réttur.
Þar sem hér á landi er saman komið svo mikið vald í hönd-
um stjórnarráðsins eða ráðuneytanna, hljóta skjalasöfn þeirra
að vera tiltölulega umfangsmikil. Að öðru leyti þarf ekki að
lýsa því nánar, hversu skjalasöfn við embætti og stofnanir
ríkis, bæja, sýslna og sveitarfélaga hafa aukizt og margfald-
azt á þessari öld. 1 samanburði við þann geysivöxt verður
lítið úr vexti skjalasafna á 19. öld. Hinar miklu skriftir sam-
fara hraða þeim, sem nú er krafizt, hafa leitt til breytinga
á tækni skrifstofuhalds. Mál eru víðast flokkuð eftir reglum,
sem eru fljótvirkari en hin gömlu dagbókakerfi. Eftirritabækur
bréfa munu ekki haldnar lengur, en samrit geymd.
Eins og drepið er á hér að framan, eigum vér ekki því láni