Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 127
Skírnir
íslenzk skjalasöfn
123
Biskupsstofan á Hólum brann 28. nóvember 1709, og fórust
þar bréfabækur þáverandi Hólabiskups, Björns Þorleifssonar.
Frekari spjöll munu ekki hafa orðið á skjalasafni stólsins í
það skipti.1)
Árna Magnússyni var mjög vel ljóst gildi skjala, þegar um
sögulegar rannsóknir var að ræða. Lagði hann því mikið kapp
á það að fá sem glöggvast að vita, hvað til væri af skjölum
við biskupsstóla, kirkjur og klaustur, og ekki var honum síður
umhugað um að fá skjölin lánuð til eftirritunar. Einkum sóttist
hann eftir fornbréfum og skjalabókum frá öldunum fyrir siða-
skipti eða eldri en svo sem 1560—80, en kunni einnig að
meta yngri skjöl. Þau ár, sem hann vann að jarðabókargerð
hér á landi ásamt Páli Vídalín (1702—1712), var aðstaðan til
skjalasöfnunar betri en fyrr hafði verið. Samkvæmt erindis-
bréfi þeirra félaga, dags. 22. maí 1702, áttu þeir heimting
á að fá lánuð til afnota við jarðarbókarverkið og önnur störf,
sem þeim voru falin, öll skjöl, sem þeir þurftu á að halda,
hvort heldur var frá dómkirkjum, klaustrum, kirkjuhöldurum
eða öðrum jarðeigendum, og mun Árni hafa haldið fast á
þeim rétti.2) Frá Bessastöðum fékk hann jarðabækur og aðrar
skjalabækur um jarðeignir konungs, enn fremur 121 skinn-
bréf, sem þangað voru komin frá klaustrunum. Höfðu
klaustraskjöl sætt misjafnri meðferð og týnt tölunni, bæði hjá
klausturhöldurum og eftir að þau komu til Bessastaða. Ekki
mun Ámi hafa fengið mikið af skjölum beint frá klaustrum,
enda fátt fornbréfa verið eftir við þau nema Þingeyraklaustur.
Þar var haldið fast utan um klausturbréfin, og voru þau að
mestu leyti kyrr á Þingeyrum, þangað til afhent voru Þjóð-
skjalasafni í byrjun þessarar aldar. Ekki skilaði Árni því
aftur, sem hann fékk frá Bessastöðum, enda mun ekki hafa
verið eftir því gengið.
menntir IV, 53—55 og Saga Islendinga IV, 369; Halldór Hermannsson:
Islandica XIX, 42—43.
1) Arne Magnussons private breweksling, bls. 616. Sbr. Jón Hall-
dórsson: Biskupasögur II, 161.
2) Erindisbréf þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er prentað
í Lovsamling for Island I, 584—92. Sbr. Arne Magnussons embedsskri-
velser, bls. 12—18.