Skírnir - 01.01.1953, Síða 128
124
Bjöm K. Þórólfsson
Skírnir
Árni lagði jafnan mikið kapp á það að fá skjöl frá kirkjum
til eftirritunar og annarra nota. Oftast mun hann hafa skilað
kirkjunum skjölum þeirra aftur, þegar hann hafði notað þau.
Árni hafði vetursetu í Skálholti flest árin, sem hann var
hér á landi vegna jarðahókarstarfa. Þar skrifaði hann upp forn-
hréf stólsins, enda lentu þau ekki að neinu ráði í safni Árna
í Kaupmannahöfn. öðru máli gegnir um skjöl Hólastóls. Árni
fékk lánað mestallt fornbréfasafn hans til Kaupmannahafnar,
og var því óskilað, þegar Árni dó, enda ekki gerðar kröfur
um það í dánarbúið. Urðu því Hólabréf innlyksa í Árna-
safni.
Hér er ekki rúm til að gefa fullt yfirlit um skjalagögn þau,
sem Árni Magnússon safnaði hæði frá stofnunum og ein-
stökum mönnum og fékk ýmist að láni eða til eignar. Þó skal
minnast á bréfabækur hinna eldri biskupa í lútherskum sið.
Eins og áður er getið, halda þær einkabréf þeirra ekki síður
en embættisbréf, og munu biskupar hafa talið þær eign sína,
en ekki stólanna, enda gengu þær til erfingja biskupanna
og fóru á tvístring. Árni náði í mikinn hluta þessara bréfa-
bóka. f Árnasafni eru bréfabækur Gissurar Einarssonar, Gísla
Oddssonar, Brynjólfs Sveinssonar og þrjú bindi af bréfabók-
um Guðbrands biskups Þorlákssonar. Embættisbækur Guð-
brands eru að öðru leyti í Þjóðskjalasafni.
Eftirrit Árna Magnússonar af kirknaskjölum bera það með
sér, að á hans dögum hafa þau verið orðin færri við sumar
kirkjur en þegar Brynjólfur biskup vísiteraði þær. Hins vegar
hafa varðveitzt í eftirritum Árna ýmis bréf, sem eru ekki
lengur til í frumritum. Eins og sjá má af því, sem nú var
ritað, var skjalakönnun Árna miklu víðtækari en sams konar
eftirgrennslan Brynjólfs biskups.
Alkunnugt er, að bruninn mikli í Kaupmannahöfn 1728
gerði skörð í safn Árna Magnússonar, sem eru óbætanleg, þó
að skinnbækurnar björguðust að mestu leyti. Svo mun og
hafa verið um bréf á skinni, að tiltölulega fátt þeirra hafi
brunnið. En mörg og merkileg skjalagögn hafa farizt í þeim
bruna. Árni telur það sérstaklega mikið slys, að hjá sér hafi
að mestu brunnið eftirrit bréfa úr ýmsum landshornum eldri