Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 129
Skímir
Islenzk skjalasöfn
125
en 1550 nema kirknabréfa, sem hann segir, að hafi bjargazt.
Enn fremur kveðst hann hafa átt beztu eftirritabækur fornra
íslenzkra bréfa, alþingisbækur og máldagabækur, sem allt
hafi brunnið ásamt mörgu öðru, sem hann telur óbætanlegt.
Víst má telja, að Árni hafi átt alþingisbækur óslitið frá 1570.
Þessu til stuðnings má vísa í bréf þeirra Páls Vídalíns í júlí
1711 til Jóns lögmanns Eyjólfssonar og P. Beyers landfógeta,
þar sem Árni og Páll m. a. vitna sérstaklega í þær alþingis-
bækur (1607—21), sem nú eru glataðar.1)
Þrátt fyrir brunann var eftir í Árnasafni meiri fjöldi ís-
lenzkra fornbréfa en annars staðar mun hafa verið saman
dreginn fyrr eða síðar. Samkvæmt skrá Kr. Kálunds yfir
Árnasafn (1894) voru íslenzk fornbréf þar alls 2054 númer.
Árið 1928 var fullum þriðjungi þeirra skilað í Þjpðskjalasafn
fslands, eins og síðar segir nánar.
Á 19. öld urðu tveir brunar á embættisbústað amtmanns
yfir norður- og austuramti, Möðruvöllum í Hörgárdal, hinn
fyrri 6. febrúar 1826, hinn síðari 21. marz 1874. f bæði
skiptin brann skjalasafn embættisins, enda má heita, að nú
sé ekkert til af því safni eldra en frá 1874.
Á skjalasöfnum hinna æðri embætta hér á landi hafa síðan
1709 ekki orðið önnur slys en þessir brunar á Möðruvöllum.
En bæði á síðustu öld og þessari hafa húsbrunar hjá prestum
og sýslumönnum grandað embættisbókum þeirra og skjöl-
um.2)
Kirkjur voru frá fornu fari geymslustaðir skjala, sem þeim
fylgdu, og munu skjöl þeirra venjulega hafa verið geymd í
ölturunum. Við dómkirkjurnar voru skjöl og bækur geymd
í kistum eða kistlum, enda voru skjalasöfn hinna fornu stóla
nefnd stiftiskistur, og það nafn lagðist auðvitað ekki niður,
1) Arne Magnussons embedsskrivelser, bls. 436—38, og A. M.s private
brevveksling, bls. 98—99. Af því, sem ritað hefur verið um tjón það, er
safn Árna Magnússonar beið í þessum bruna, skal hér nefna Kr. Kálund:
Katalog over den Arnamagnæanske hSndskriftsamling, II. bd., bls. xiv—-
xviii; Hannes Þorsteinsson: Lesbók Morgunblaðsins, 3. árg., 45. tölubl. og
Halldór Hermannsson: Islandica XIX, bls. 65—67.
2) Sbr. um húsbruna á prestssetrum Skrár Þjóðskjalasafns II, 15—17.