Skírnir - 01.01.1953, Page 130
126
Björn K. Þórólfsson
Skímir
þó að biskup yrði einn yfir landi öllu. Með konungsúrskurði
11. apríl 1821 var ákveðið eftir tillögum Geirs biskups Vída-
líns að gera á dómkirkjuloftinu í Reykjavík sameiginlegt
geymsluherbergi handa Stiftisbókasafni (síðarLandsbókasafni)
og skjalasafni biskupsembættisins. Þetta mun vera fyrsta laga-
boð, sem sett hefur verið hér á landi beinlínis um geymslu
skjala.
Skjalasöfn veraldlegra embætta og stofnana hafa að jafnaði
verið geymd í embættisbústöðum eða skrifstofum þeirra, sem
skjölin höfðu í umsjá sinni. Ófagrar sögur voru sagðar um
skjalavörzlu við sum embætti langt fram á síðustu öld.
Ekki sjást þess merki, að háyfirvöld hafi gert sér far um
það að fá í skjalasöfn sín gamlar embættisbækur undir-
manna sinna. Að vísu eru nokkurar dóma- og þingbækur
sýslumanna komnar í Þjóðskjalasafnið með skjölum stiftamt-
manns eða amtmanna, en þær munu annaðhvort sendar þeim
út af málum, sem undir þá hefur borið, eða þá að sýslumenn
hafa af sjálfsdáðum komið gömlum embættisbókum, sem þeir
þurftu ekki lengur á að halda, í geymslu hjá yfirmönnum
sínum.
Finnur Magnússon mun fyrstur manna hafa hreyft því
máli að stofna hér einhvers konar skjalasafn landsins, líklega
einkum fornbréfasafn. Þessa hugmynd hefur Finnur senni-
lega sett fram á árunum 1810—15 eða þar um bil. Málið
fékk engan framgang, enda mun hann fljótt hafa látið það
niður falla.1)
Helgi biskup Thordersen sýndi fyrstur embættismanna hér
á landi nokkura viðleitni í þá átt að draga saman við embætti
sitt fleira skjala en beinlínis átti heima í skjalasafni þess og
skapa þannig víðtækara skjalasafn. Til þessa lágu sérstök at-
vik. Jón Sigurðsson hafði með höndum útgáfu íslenzks forn-
bréfasafns og bað prestinn í Reykholti að lána sér skjöl
kirkjunnar þar til Kaupmannahafnar. Presturinn ætlaði að
gera þessa bón forsetans, en biskup hefti sendingu skjalanna,
og voru þau síðan send til geymslu í biskupsskjalasafni skv.
1) Dansk biografisk leksikon, útgefandi C. F. Bricka, XI, 59. Grein um
Finn Magnússon eftir Kr. Kálund.