Skírnir - 01.01.1953, Page 133
Skímir
Islenzk skjalasöfn
129
1900 var skjalasafnið opnað til almenningsnota í hinum
nýju húsakynnum sínum.1) Var nú hvort tveggja, að skjala-
safnið fékk stórum betra húsnæði en það hafði áður, og svo
hitt, að forstöðumaðurinn var ötull og ótrauður að draga
saman skjöl úr öllum áttum. Að sjálfsögðu kom mest frá
embættum og opinberum stofnunum, en Jón Þorkelsson fékk
einnig handa safninu margt merkilegra skjala frá einstökum
mönnum. Finnur Jónsson sagði í alfræðibókargrein (Sal-
monsens leksikon) um Jón Þorkelsson, að hann hefði, „ef svo
mætti segja, skapað skjalasafnið11, og er það ekki ofmælt.
Með lögum 13. september 1901 um viðauka við lög um
prentsmiðjur 4. desember 1886 var prentsmiðjum gert að
skyldu að láta Landsskjalasafninu í té eitt eintak „af öllum
tímaritum og blöðum, er út eru gefin einu sinni á mánuði
eða oftar11. Þessi afhendingarskylda er niður felld með lögum
um afhending skyldueintaka til bókasafna 8. marz 1949.
Eins og fyrr er getið, fluttist stjórn íslenzkra sérmála hingað
til lands 1904. Sama ár var sent hingað skjalasafn hinnar ís-
lenzku stjórnardeildar í Kaupmannahöfn, frá því er hún tók
til starfa 1849. Það mun hafa verið í vörzlu stjórnarráðsins
nokkurt árabil, en var síðan afhent skjalasafni landsins.
Landsskjalasafnið var flutt úr Alþingishúsinu í Safnahúsið
við Hverfisgötu veturinn 1908—09. Safnahúsið var byggt
handa Landsbókasafni og Landsskjalasafni, en Forngripasafn-
ið (nú Þjóðminjasafn) og Náttúrugripasafnið fengu þar inni
til bráðabirgða. Vígt var Safnahúsið og Landsbókasafnið opn-
að almenningi 28. marz 1909, og Landsskjalasafnið mun hafa
verið opnað samtímis.2) Nú fékk skjalasafnið margfalt meira
húsrými en það hafði haft í Alþingishúsinu. Safnið fékk 2500
metra hillulengd í skjalageymslu, allrúmgóðan lestrarsal og
skrifstofu handa skjalaverði. Rúmt var um skjalasafnið fyrstu
áratugina eftir flutninginn, en það óx mjög ört vegna stöðugs
vaxtar í embættakerfi landsins.
Með lögum um Þjóðskjalasafn íslands 3. nóvember 1915
1) Þjóðólfur, 12. október 1900.
2) Jón Jacobson: Landsbókasafn Islands 1818—1918, bls. 217; Þjóðólfur
2. apríl 1909.
9