Skírnir - 01.01.1953, Side 134
130
Bjöm K. Þórólfsson
Skírair
var nafni skjalasafnsins breytt, það nefnt Þjóðskjalasafn, og
forstöðumaður þess gerður að reglulegum embættismanni. Ár-
ið eftir (13. janúar) var Þjóðskjalasafninu sett reglugjörð,
sem enn er í gildi (sbr. þó síðar rnn héraðsskjalasöfn).
Á alþingi 1907 samþykkti neðri deild að tillögu Hannesar
Þorsteinssonar, siðar þjóðskjalavarðar, þingsályktun þess efnis
að skora á stjórnina að gera ráðstafanir til þess, að skilað yrði
aftur landinu öllum þeim skjölum og handritum, sem léð
hefðu verið Árna Magnússsyni og væru úr skjalasöfnum
embætta eða stofnana hér á landi. Stjórnarráðið fól Jóni Þor-
kelssyni að semja skýrslu um skjöl og handrit, sem hann teldi
rétt að krefjast á grundvelli þessarar þingsályktunar. Skýrsla
hans kom út 1908, vel samið kröfuskjal og fróðleg að mörgu
leyti um skjalasöfn vor fyrr á öldum og handritasöfn biskups-
stólanna.1)
Jón Þorkelsson lagði til, að stjórn Islands krefðist þess, að
landinu yrði skilað úr Árnasafni hátt á sjöunda hundrað
fombréfum frá biskupsstólunum (nálega öllum frá Hólum),
kirkjum og klaustrum, enda víst um flest Hólabréfin, að Árni
ætlaði að skila þeim aftur til biskupsstólsins. Klaustrabréfin
hafði Árni langflest fengið frá Bessastöðum, og sannar vitnis-
burður Fuhrmanns amtmanns, að þau voru Árna lánuð. Auk
fornbréfanna skyldi samkvæmt tillögum Jóns Þorkelssonar
krefjast skjalabóka nokkurra, sem komnar voru frá biskups-
stólum og klaustrum. Meðal þeirra voru fjórar skinnbækur
frá Hólum, enda víst um tvær þeirra, bréfabók Jóns biskups
Vilhjálmssonar og máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar,
að Árni ætlaði sér að skila þeim til Hólastóls eins og bréfum
þaðan. Meðal bóka, sem komnar voru frá Skálholti, vildi Jón
Þorkelsson afdráttarlaust krefjast máldagabókar Gísla biskups
Oddssonar, eftirritabókar, sem gerð var fyrir Brynjólf biskup
1643, og tveggja merkilegra Jónsbókarhandrita. Enn fremur
nefndi Jón mörg handrit frá Skálholti, þar á meðal bréfa-
bækur biskupa, sem réttmætt mundi að krefjast, þó að hann
gerði það ekki beinlínis að tillögu sinni. Hann lagði mikla
1) Skýrsla um skjöl og handrit í safni Árna Magnússonar, sem komin
eru úr opinberum skjalasöfnum á Islandi. Reykjavík 1908.