Skírnir - 01.01.1953, Page 135
Skímir
Islenzk skjalasöfn
131
áherzlu á það, að krafizt yrði úr Árnasafni allra jarðabóka
frá Bessastöðum og annarra skjalabóka um jarðeignir kon-
ungs hér á landi. Enn fremur nefnir Jón embættisbækur
nokkurra íslenzkra valdsmanna á 17. og 18. öld, sem hann
telur kræfar.
Stjóm Islands fékk að sinni engu fram komið um skjala-
skil úr Ámasafni. Urðu þau ein skil þaðan um daga Jóns
Þorkelssonar, að þrjú forn frumbréf voru látin af hendi 1904.
Þess má og geta, að sama ár var skilað hingað úr Ríkisskjala-
safni Danmerkur alþingis- og lögmannsbók Þórðar lögmanns
Guðmundssonar, sem þangað hafði verið send úr skjalasafni
stiftamtsins hér.
Eins og áður er getið, tók sérstök stjórnardeild fyrir íslenzk
mál til starfa í Kaupmannahöfn 1849. Fram til þess tíma
voru þau ekki greind frá öðmm málum, sem stjórnardeildir
þar fjölluðu um. Af þessu leiddi, að mikil skjalagögn um
stjóm Islands og landshagi hér, m. a. hréf og skýrslur ís-
lenzkra emhættismanna til stjórnar konungsríkisins og skjöl
stjórnskipaðra nefnda, söfnuðust fyrir í skrifstofum ýmissa
stjórnardeilda í Kaupmannahöfn og að nokkuru leyti í safni
því, sem fyrrum var leyndarskjalasafn konungs, en það og
skjalasöfn hinna gömlu stjórnardeilda eru að sjálfsögðu í
Ríkissskjalasafni Danmerkur.
Nokkurum ámm eftir að viðurkenning var fengin á full-
veldi Islands, var tekið að hreyfa því máli, að hinu íslenzka
ríki yrðu afhent úr Ríkisskjalasafni Danmerkur skjöl um ís-
lenzk efni. Þetta mál var rætt á fundum hinnar dansk-
íslenzku ráðgjafarnefndar 1925 og næstu ár. Hannes þjóð-
skjalavörður Þorsteinsson var íslenzka nefndarhlutanum til
aðstoðar og ráðuneytis og tók einnig þátt í samningum við
Dani. Islendingar fóru einnig fram á skil úr Árnasafni sam-
kvæmt skýrslu Jóns Þorkelssonar, enn fremur, að skilað yrði
úr Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn alþingisbókum
og fleiri skjalabókum íslenzkmn, sem þangað höfðu borizt,
og loks, að Islandi yrðu afhent málsskjöl í íslenzkum hæsta-
réttarmálum.
I nefndinni varð samkomulag um skjalaskipti. Ríkisskjala-