Skírnir - 01.01.1953, Side 141
Skímir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 137
landa Noregskonungs: Islands, Færeyja og Hjaltlands eða
annarra skattlanda norsku krúnunnar, hvorki til fiskveiða né
verzlunar, að viðlögðum missi lífs og eigna. Til frekari árétt-
ingar geta þeir þess, að meira að segja leyfist norskum þegn-
um ekki að sigla til skattlanda norska ríkisins né annarra
landa þess nema með sérstöku leyfi hans hátignar konungs-
ins né nokkurs staðar, eftir að leyfið er fengið, nema til horg-
arinnar Björgvinjar og mönnum leyfist ekki að lenda annars
staðar nema af óhjákvæmilegum orsökum.1)
Þessu svaraði enska stjórnin með tilskipun til þegna sinna
þess efnis, að af ýmsum ástæðum leyfist mönnum ekki að
sigla til eylanda ríkja Danmerkur- og Noregskonungs, sérstak-
lega til Islands, til fiskveiða eða í nokkru öðru skyni til skaða
konungi áðurnefndra ríkja nema samkvæmt fornri venju.2)
Síðasta ákvæðið hefur átt að mynda smugu, sem enskir sæ-
farar gætu notað sér, ef í nauðir ræki.
Þessi tilskipun ensku stjómarinnar sætti öflugri andstöðu
enskra fiskimanna, og lögðu þeir þegar fyrir parlamentið
bænarskrá þess efnis, að stjórnin styrkti útveg þeirra, en hindr-
aði á engan hátt siglingar til Islands.3)
Á næstu árum hafa Englendingar siglt hingað að mestu
óáreittir, og árið 1419 getur Nýi annáll þess, að eigi færri
en hálfur þriðji tugur enskra skipa hafi þá farizt við strend-
ur landsins í ofviðri á skírdag. Islendingar hafa almennt
fagnað aukinni kaupsiglingu, sérstaklega sökum þess að Eng-
lendingar keyptu íslenzka skreið um það bil helmingi hærra
verði en Norðmenn höfðu gert og seldu varning sinn á lægra
verði en þeir.4) Ríkisstjórnin reyndi að endurreisa hér kaup-
þrælkun Björgvinjar með samningum við ensku stjórnina og
með því að senda hingað tilskipanir og banna íslendingum
öll viðskipti við Englendinga, og hefur ein slík tilskipun komið
hingað urn 1419. Á alþingi þá um sumarið tóku Islendingar
verzlunarmál til alvarlegra nmræðna og rituðu konungi bréf
um þau efni. Þegar þannig stóðu sakir, var það venja þeirra
að hylla konung og lofa að vera honum „hollir og trúir sem
réttum þénurum ber sínum herra að vera og vor lögbók út-
vísar“ og játa skatti og allri lýðskyldu af landinu, en minna