Skírnir - 01.01.1953, Síða 142
138
Björn Þorsteinsson
Skírnir
hann jafnframt á, að hér í móti ætti hann að láta þá njóta
laga og friðar og „allra þeirra réttarbóta, sem landið er áður
svarið krónunni og konungdóminum“. Þess konar formála
fyrir kröfum af hálfu fslendinga til konungs má finna í Al-
múgans samþykkt frá 1302, hréfi íslendinga til norska ríkis-
ráðsins 1320 og Árnesingaskrá frá 1375. f hinu svonefnda
hyllingarbréfi íslendinga til Eiríks konungs frá 1. júlí 1419
segir meðal annars: „Kom og yðvart bréf hingað í landið til
oss, í hverju þér forbuðuð oss að kaupslaga með nokkra út-
lenzka menn. En vorar réttarhætur gera svo ráð fyrir, að oss
skyldi koma sex skip af Noregi árlega, hvað sem ei hefir kom-
ið upp á langa tíma, hvar af yðar náð og þetta fátæka land
hefir tekið grófan skaða. Því upp á guðs náð og yðvart traust
höfum vér orðið kaupslaga með útlenzka menn, sem með frið
hafa farið og réttum kaupningskap og til hafa siglt. En þeir
duggarar og fiskarar, sem reyfað hafa og ófrið gjört, þeim
höfum vér refsa látið“.5) f þessum setningum kemur þegar
fram sú stefna íslendinga að amast við fiskveiðum útlend-
inga hér við land, en fagna kaupsiglingu þeirra.
Það er athyglisvert, að um þessar mundir verða hirðstjóra-
skipti á íslandi. Árni biskup Ölafsson hafði haft hirðstjórn á
hendi, en fer nú utan snemma sumars 1419. Allmiklar mis-
fellur höfðu orðið á embættisrekstri hans, því að hann var
orðinn stórskuldugur krúnunni, en frægur hér fyrir fjárdrátt,
og hefur honum sennilega verið stefnt á konungsfund. Hann
heldur þó konungsumhoði hér, sennilega allt til Mikjálsmessu
1421. Þeir, sem fara með hirðstjóravöld hér á árunum 1419
—21, eru því eins konar umboðsmenn Áma biskups, og ber
hér einkum að nefna Arnfinn Þorsteinsson frá Urðum. Hann
ritar fyrstur manna undir hylhngarskjalið á alþingi 1419, en
af alþingi hefur hann riðið til Hafnarfjarðar, því að hinn
13. júlí 1419 kunngerir hann með bréfi, að hann hafi leyft
(gefið þol) tveimur kaupmönnum (tua kauplyd) frá Bristol
(af Kristaforu), liggjandi í Hafnarfirði, að kaupa og selja
óklagaðir í Vestmannaeyjiun og um allt land, hvar er þeir
vilja. „Skulu þeir hafa sitt skip til útróðrar, þar er þeir vilja í
landið, með svo marga menn sem vel nægir til útróðrar til