Skírnir - 01.01.1953, Síða 143
Skimir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 139
fiska eitt ár.“ Bent hefur verið á, að orðið kauplyd (kauff-
leute) sýni, að hér sé um þýzka kaupmenn að ræða,
en sú röksemd er veik. Það, sem síðar gerist, bendir til, að
hér séu Englendingar á ferð. Orðið Kristaforu hefur oftast
verið túlkað sem skipsheitið Kristaforus, en sennilega mun
hér vera um misritun að ræða fyrir Bristofu eða Birstofu, sem
er 15. aldar heiti íslenzkt á borginni Bristol, en sú borg varð
snemma til þess að senda verzlunarskip hingað til lands.6)
Hið svonefnda hyllingarbréf fslendinga til Eiríks af Pomm-
ern og verzlunar- og fiskveiðileyfi Arnfinns sýna, að íslend-
ingar hyggjast taka verzlunarmálin að nokkru í sínar hendur.
Konungur hafði ekki staðið við gerðan sáttmála rnn siglingar
til landsins, þess vegna töldu fslendingar sig hafa rétt til þess
að taka sjálfstæðar ákvarðanir um verzlunarmálin, og á þeim
forsendum veitir Arnfinnur leyfi sín í Hafnarfirði. Konungur
og ríkisstjórn voru aftur á móti ekki á því að sleppa tangar-
haldi af viðskiptum þjóðarinnar. Til Noregs og Danmerkur
hefur spurzt, að Englendingar héldu uppteknum hætti um
siglingar til landsins þrátt fyrir alla samninga við ensku
stjórnina og tilskipanir sendar íslendingmn. Hingað er þvi
gerður út sérstakur sendimaður eða erindreki til þess að kynna
sér af sjón og raun, hvernig málrnn væri komið á íslandi.
Sendiför Hannesar Pálssonar 1419—20.
Árið 1419 kemur út hingað sérstakur sendimaður Eiríks
konungs, Hannes Pálsson að nafni. Hans finnst hvergi getið
í öðrum heimildum en þeim, sem varða dvöl hans hér á landi
og afskipti af fslandsmálum. Af þessum gögnum má ráða, að
hann hafi verið danskur að ætt, lærður vel og afburðadug-
legur. IConungur hefur því auðsæilega vandað til þessarar
sendiferðar. Hannes var ekki heldur einn á ferð, því að með
honum voru „margir aðrir danskir,“ segir Nýi annáll, en hinn
danski Hólabiskup, Jón Tófason, kom út með þeim félögmn
og þýzkur maður, Stephan Schellendorp. Sá hefur sennilega
verið eins konar verzlunarfulltrúi Þjóðverja í Björgvin. Þeir
munu hafa lent hér síðla srnnars eða að minnsta kosti ekki
fyrr en eftir alþingi 1419, en taka þá að reka erindi sín. Það