Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 144
140
Björn Þorsteinsson
Skímir
er eftirtektarvert, að Arnfinnur Þorsteinsson kemur ekki fram
sem hirðstjóri hér eftir útkomu Hannesar. Á alþingi 1419 er
samið erindisbréf Hannesar til Eiríks konungs, og ritar undir
það fyrstur Jón biskup á Hólum, síðan lögmennimir, Hrafn
og Oddur, hirðstjórarnir, Þorsteinn Helmingsson og Helgi
Styrsson, en Arnfinnur Þorsteinsson er hrapaður niður í átt-
unda sæti, en alls eru þeir 11, sem skrifa undir bréfið.7)
Hannes hefur því sennilega svipt Arnfinn hirðstjórninni, en
veitt hana þeim Helga og Þorsteini.
Hannes er allumsvifamikill hér úti, eins og bezt sést af
meðmælabréfum, sem hann fær hjá vinum sínum, Jóni Hóla-
biskupi og Stephani Schellendorp. Af bréfi Jóns biskups má
ráða, að norskir Islandskaupmenn í Björgvin hafi lagzt gegn
því, að Hannes yrði sendur hingað.8) Þeir hafa e. t. v. óttazt,
að hann efldi verzlun Þjóðverja hér, en um þessar mundir
voru þeir teknir að halda skipum sínum á úthafið, og sam-
heldni Hansasambandsins var að rofna. Schellendorp ritar
Eiríki konungi 14. ágúst 1420 frá íslandi, og hljóðar megin-
hluti bréfs hans þannig í íslenzkri þýðingu: „Vitið, kæri náð-
ugi herra, að tilviljunin hagaði því svo til, að ég fór til Is-
lands og hélt, að ég mundi komast brátt aftur til yðar náðar.
Nú er hér svo ástatt, að þessu landi stafar mikil hætta og
skaði af Englendingum, sem þangað sigla og valda miklu tjóni
bæði kaupmönnum og fiskimönnum, ríkinu og krúnunni.
Finnist ekki ráð til að hindra áframhaldandi siglingar þeirra,
en til þess hlýtur að vera einhver leið, þá er hætta á því, að
landið gangi undan krúnunni. Segi einhver yðar náð annað,
eins og sakir standa, þá þjónar hann betur hag sínum en ríkis-
ins. Ég dvaldist hér hjá fógeta yðar, því að ég skyldi vera hon-
um hjálplegur, svo lengi sem ég fengi fréttir af yðar náð, og
það skaðaði ekki, að hér væru fleiri konungssveinar. Þeir
mundu lofa sjálfa sig með því að halda rétt lög, þar sem yðar
réttur er nú brotinn. Ég hef riðið með herra Hannesi í
yðar þjónustu, eins og hann getur sjálfur borið um. Honum
eru hér allir hlutir vel kunnugir, hvernig hér er ástatt, því
að hann hefur ekki verið í kyrrsæti, heldur riðið um landið
og framkvæmt það, sem yður mátti verða til hagsbóta.“9)