Skírnir - 01.01.1953, Side 146
142
Björn Þorsteinsson
Skímir
1 Fornbréfasafni er prentuð óárfærð kaupsetning (reglur
um hámarksverð) gerð í Vestmannaeyjum, en talin frá 1420.
Kaupsetningin er auðsæilega frá fyrra hluta 15. aldar, þótt
vafasamt verði að teljast, að hún sé frá fyrrgreindu ári. Miklu
sennilegra er, að hún sé að stofni frá 1413, en það ár koma
5 ensk skip til Vestmannaeyja. „Var fyrst talað um Björg-
vinjarkaup. Vildu enskir þar ekki til hluta“, segir Nýi annáll.
tJr því að enskir vildu ekki hlíta taxta Björgvinjarmanna, hljóta
þeir og íslendingar að hafa orðið ásáttir mn nýjan taxta, því
að í sömu heimild segir, að hver hafi keypt af Englendingum
eftir efnum. Hannes Pálsson er manna ólíklegastur til þess
að hafa átt nokkurn þátt í þessari kaupsetningu.
Um 1419 hefur stjórnin verið húin að komast að raun um,
að tilgangslaust væri að banna Islendingum verzlun við út-
lendinga, ef ekki væri jafnframt séð fyrir aðflutningum til
landsins. Þeir Hannes eru því gerðir út af örkinni til þess að
kynnast hér af sjón og raun lögum og landsháttum. Um þess-
ar mundir hafa Hansakaupmenn hugað á siglingar til Islands,
en tækist þeim að ná Islandsverzluninni í sínar hendur, voru
þeir orðnir einráðir í skreiðarverzlun álfunnar. Þeim voru
mikils virði allar upplýsingar um verðlag, kaupmátt og fram-
leiðslugetu Islendinga, því að sennilega hafa norsku íslands-
kaupmennirnir verið tregir til að veita þeim mikla fræðslu
um slík efni. Að þessu athuguðu verður vel skiljanlegt, hvers
vegna srnnir Björgvinjarmenn hafa viljað hindra för Hannes-
ar út hingað. I tilskipun konungs um verzlunarmál frá 7. maí
1425 segir: „Fyrir oss og ráð vort er komið, að þann vani, er
nýlega hefur byrjaður verið, svo sem um sigling þýzkra og
annarra útlenzkra manna, þeirra sem eigi eru löggiftir hér í
Noregi, að þeir sigla eða siglt hafa til Hálogalands, Finn-
merkur, Islands og annarra vorra skattlanda móti lögum og
skipan vorra foreldra, hvað vér viljum með engu móti lengur
líða láta.“14) Löggiftu útlendingarnir í Björgvin eru auðvitað
þýzku kaupmennimir við Hansakontórinn í borginni, hinir
ólöggiftu eru Þjóðverjar frá Hansaborgunum í Þýzkalandi
og Englendingar. Um 1420 hafa Þjóðverjar verið albúnir að
taka upp baráttu gegn Englendingum hér við land, og í skýrslu