Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 147
Skírnir
Sendiferðir og hirðstjóm Hannesar Pálssonar
143
sinni segir Hannes nær berum orðum, að Þjóðverjar sigli til
Islands, en verði þar fyrir skakkaföllum af hálfu Englendinga.
Englendingum hefur verið fyllilega ljóst, hverra erinda
Hannes var hér á landi. Þeir fjandskapast við hann og fylgdar-
menn hans sem mest þeir mega og njóta auðsæilega samúðar
Islendinga. Helztu styrktarmenn hans hér verða Jón Hóla-
biskup, Helgi Styrsson, Þorleifur Árnason og Jón Pálsson
Maríuskáld, auk ýmissa höfðingja, sem jafnan voru boðnir
og búnir að gerast vikapiltar konungsvaldsins í von um að
geta matað krókinn. Á árinu 1420 virðast Englendingar hefja
hernað hér á landi, en fram til þess tíma höfðu samskipti
þeirra og íslendinga verið friðsamleg, eða að minnsta kosti
getur Hannes ekki sagt frá neinum ofbeldisverkum þeirra fyrr
en á þessu ári, og höfundur Nýja annáls þegir vendilega um
allar erjur við þá, hafi einhverjir árekstrar orðið. Þetta ár
eru Englendingar, sennilega frá Jórvík, í Vestmannaeyjum
undir forystu Raulyns Tirringtons og Johns Morris, en þeir
ræna þar konungsskreið, eins og áður getur, og árið 1425 er
John Morris orðaður við skreiðarrán í eyjunum. Þá er þar
sömuleiðis Nicholas nokkur Dalston, en hann virðist einkum
hafa verið fyrir Englendingum á Suðurnesjum um 1420, en
býst um í Vestmannaeyjum með flokk sinn eftir það, og kallar
Hannes hann foringja Englendinga í Eyjum árið 1425. Hannes
telrn- ensku ofbeldismennina vera einkum frá Húll og Lynn,
en einnig er minnzt á, að óaldarseggir séu frá Jórvík og öðr-
um stöðum á Englandi. Nú er ókunnugt, hvaðan Nicholas
Dalston var, en árið 1424 er hann í félagi við enska víkinga-
sveit frá Húll, sem einkum hafðist við á Suðurnesjum. Árið
1420 drepur hann þjón Hannesar, en tekur hann sjálfan
höndum og heldur honum í prísund á skipi sínu í 9 daga.
Einnig stendur hann fyrir því að ræna skip Noregskonungs
og ónýta vörur að verðgildi 300 nóbíl.
Norður í Skagafirði voru Englendingar allumsvifamiklir
þetta ár, og hefur flokkurinn, sem þar herjaði, verið frá Húll.
Hannes segir, að þangað hafi komið þrjú ensk skip, en stór
flokkur manna stigið á land fylktu liði undir forystu Richards,
„sem þetta ár stjórnaði skipi Roberts Holms.“ Robert þessi