Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 150
146
Björn Þorsteinsson
Skírnir
ton, sá sem tók Hannes höndum árið 1420. Árið 1424 á
hann þátt í skreiðarráni frá Ólafi Nikulásarsyni, en sumarið
1425 héldu Hannes og Baltazar út í Eyjar „til þess að taka
þá fasta, sem þar höfðu farið fram með ofbeldi og drýgt mörg
önnur óhæfuverk“. Þegar til Eyja kom, lét N. Dalston taka
þá Baltazar höndum og flutti þá til Englands, en J. Percy
og félagar fluttu Ólaf Nikulásarson og Kláus Ólafsson sömu
leið.
Hannes sakar ýmsa, sem verða ekki tengdir þessum flokk-
um, um yfirtroðslur við Islendinga. En allt um það er aug-
ljóst af skýrslu hans, að harðsnúnasti hópur Englendinga hér
við land um 1425 er frá Húll, og hann beitir sér af alefli gegn
umboðsmönnum konungs, en á í litlum útistöðum við Is-
lendinga, því að margar fullyrðingar Hannesar um ofbeldis-
verk þeirra eru vægast sagt vafasamar. Með handtöku hinna
konunglegu umboðsmanna sýna Englendingar stjórnum
danska og enska ríkisins, að þeir voru staðráðnir í því að láta
ekki hrekja sig frá íslandi fyrr en í fulla hnefana.
Skýrsla Hannesar um framferði Englendinga hér á landi
á árunum 1420—25 er höfuðheimild um þá atburði, sem hún
greinir frá, en fróðlegt er að bera hana saman við frásagnir
Nýja annáls af atburðum hér á landi á sama tímabili. Hannes
ber á Englendinga um 40 mismunandi sakir, þar á meðal að
þeir hafi þrisvar farið með ófriði að Bessastöðum og brennt
og rænt kirkjur. Nýi annáll fjallar mjög um kirknamál og
kennimenn, en samt sem áður er þar hvergi minnzt einu orði
á þessi hervirki Englendinga. Aftur á móti segir þar við árið
1425: „Saurgað klaustrið á Helgafelli, og svo kirkjan með,
fyrst brotið klaustrið, þar næst kirkjan, síðan spillt með öf-
undarblóði. Skotinn maður í hel í sjálfum kirkjugarðinum.
Gerðu það sveinar herra Hannis Pálssonar. Þótti það mikil
hörmungartíðindi að frétta. Var kirkjan síðan sönglaus um
næstu fjögur ár síðan og nokkru betur.“ Þessi ofbeldisverk við
heilaga kirkju telur höfundur ein annálsverð, en hann bætir
við þessari eftirtektarverðu klausu: „Voru þeir fangaðir í Vest-
mannaeyjum Balt(a)zar og herra Hannis og voru fluttir til
Englands. Hörmuðu það fáir.“ Með þessum orðum voru þessir