Skírnir - 01.01.1953, Side 153
Skímir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 149
íbúa ríkisins og ekki síður viðskipti erlendra kaupmanna þessa
sama ríkis, sem hafa fengið þar leyfi til verzlunar.6) Og þetta
gera fyrrnefndir menn leyfislaust og gegn vilja vorum með
afli og ofbeldi.
Ölltmi útlendingum er bannað með lögum og tilskipunum
að viðlögðum missi lífs og eigna að sigla til íslands og sömu-
leiðis til Hálogalands og Finnmerkur. Innfæddir menn geta
ekki einu sinni siglt til fslands nema með sérstöku leyfi
Noregskonungs. Og ekki geta þeir, sem leyfi hafa fengið,
flutt t. a. m. skreið til annarra héraða eða staða en einungis
borgarinnar Björgvinjar, sem þeir kalla hér Nortberne, en
hún er þar aðalstöð skreiðarverzlunar, eins og Calais er ullar,
en til þessarar Björgvinjarborgar geta jafnt innlendir sem er-
lendir menn siglt óáreittir með varning sinn og keypt og selt
jafnt skreið sem annað gegn því að greiða Noregskonungi það,
sem honum ber samkvæmt lögum, tilskipunum og venjum.
Það hefur alltaf áður fyrr verið réttur Noregskonungs að
hafa til eigin afnota fjórðungsrými í hverju íslandsfari hjá
öllum, sem hafa fengið konungsleyfi til að sigla til fslands,0)
og þar að auki að taka frjálslega 6 fiska af hverju hundraði í
Björgvin1*), en Noregskonungur hefur misst þessar tekjur, síðan
Englendingar tóku að sigla til íslands, og veldur sá tekju-
missir konungi og ríki nær takmarkalausu tjóni.
Þeir, sem sigla til íslands, hafa einnig drepið þar nokkra
menn Noregskonungs ög sært enn fleiri, hneppt marga í
fangelsi og rænt fjölmörgu, gripið eigur manna, og sérstak-
lega hafa þeir oft látið greipar sópa um eignir Noregskonungs.
Einnig hafa nokkrir þeirra rænt kirkjur og eytt þeim með
eldi og íkveikjmn.
Einnig geta skip hvorki siglt óhult frá Noregi til íslands né
haldizt þar í friði, án þess að þeir frá Húll og öðrum stöðum
o. s. frv. valdi þeim tjóni, háska og fjölmörgum óþægindum.
Noregskonungur hefur einnig skrifað fyrir hönd göfugs
manns nokkurs á íslandi. Hann nefnist Þorleifur Árnason og
sigldi á konungs fund. Þegar hann nálgaðist Færeyjar á skipi
sínu, kom stórskip að honum í ljósaskiptunum með enskri
áhöfn. Englendingarnir ónýttu skip hans og særðu menn