Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 154
150
Björn Þorsteinsson
Skímir
hans, en þeir komust við illan leik til Færeyjar, þ. e. eyjar
nokknrrar, sem Noregskonungur á og svo nefnist.
Á því herrans ári 1420 tók Nicholas Dalston með mönnum
sínum mig, Hannes Pálsson, umboðsmann Noregskonungs,
höndum, eftir að þeir höfðu drepið þjón minn, Tideke Bekker,
og aðra særðu þeir nær dauða, þrátt fyrir sett grið, og héldu
mér á skipum símun með ofbeldi í 9 daga, en fyrrnefnt víg
bættu þeir hvorki kóngi né biskupi. Næstum því á sömu
stundu tóku þeir þar að auki skip Noregskonungs með ofbeldi,
vörpuðu eignum hans hingað og þangað að verðgildi 300
nóbíl, en sökum þess eyðilagðist þessi varningm- að mestu
leyti.
Á sama ári börðu Englendingar einnig prest nokkurn, ráðs-
mann dómkirkjunnar, Jón Pálsson að nafni, nálægt biskups-
setrinu á Hólum og svikust að honum í griðum.e)
Á sama ári komu þrjú skip frá Englandi til hafnar nefndr-
ar Skagafjörður nálægt biskupssetrinu Hólum. Mikill mann-
fjöldi steig á land af skipum þessum, þar á meðal maður
nokkur að nafni Richard, sem þetta ár stjórnaði skipi Roberts
Holms?), og hélt á land upp með blaktandi fánum, brugðn-
um bröndum, lúðrablæstri og hermerkjum og kvaðst mundu
handtaka, herja og drepa jafnt karla sem konur og alla, sem
þeir næðu til, og það hefðu þeir gert, ef landsmenn hefðu ekki
rekið þá á burt með guðs hjálp.5) Um sömu mundir tóku þeir
höndum göfugan mann, þegn konungs, Jón Ibe að nafni, auk
óteljandi annarra ódæðisverka, fluttu hann í eyju nokkra og
gengu þar milli bols og höfuðs á honum án dóms og laga.
Á sama ári ræntu þeir einnig af sköttum konungs í Vest-
mannaeyjum 9 lestum skreiðar, cxxx marka virði. Fyrir því
verki stóðu þeir John Morris og Raulyn Tirrington með félög-
um sínum.
Þeir eyðilögðu einnig skip í hafi frá Björgvin og særðu
menn og drápu einn, Jesse Jute að nafni. Og þetta gerðist
sama ár og áður.
Á því herrans ári 1422 brutust þeir einnig inn á kóngs-
garðinn Bessastaði með ofbeldi og særðu þar mann til ólífis,
þjón Jóhannesar Nystads, með kutum símnn í kirkjugarð-