Skírnir - 01.01.1953, Síða 155
Skírnir
Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar
151
inum, en sökum þessa eyðilagðist kirkjan og sömuleiðis kóngs-
garðurinn af árásum þeirra og ofbeldisverkum.
Einnig var það á því herrans ári 1423, er vér vorum ný-
komnir frá Noregi til fslands með umboð og boðskap dýrlegs
konungs Noregs og Danmerkur o. s. frv. og þeir frá Húll og
einnig aðrir frá Lynn voru nýlentir við land þetta, að vér send-
um þeim sendiboða um hvítasunmma, að þeir kæmu í griðum
að ákveðnum stað, nefndum Esjuberg. Þeir sendu vissulega
til vor að staðnum Esjubergi af sinni hálfu einhverja, en
meðal þeirra voru Thomas Dale, Robert Thorne og Henry
Austin. Vér sýndum þeim þá bréf Noregskonungs o. s. frv.,
sem fyrirbauð þeim að sigla til þessa lands að viðlögðum missi
lífs og eigna. En þeir kváðust hafa meðmælabréf frá hágöfug-
um Englandskonungi um borð í skipum sínum, stiluð sérstak-
lega til mnboðsmanna konungs Noregs og Danmerkur o. s. frv.
á landinu fslandi, þar sem þeir væru beðnir að greiða götu
þeirra. Vér trúðum orðum þeirra og ákváðum, að vér mynd-
um koma um Jónsmessuleytið til hafnarinnar, þar sem þeir
lágu, til þess að líta á þessi bréf, sem þeir kváðust hafa frá
Englandskonungi o. s. frv., en þangað til skyldi hvorugur í
nokkru leita á hinn. Þegar tíminn var fullnaður, að ég, Hannes
Pálsson, umboðsmaður og kapellán konungsins í Noregi o. s.
frv., kæmi til mótsins, kom John nokkur Percy, Raulyn Eek,
Thomas Rell af þeirra hálfu á garð Noregskonungs o. s. frv.,
Bessastaði, sem liggja nálægt höfninni Hafnarfirði. Þeir létust
vera friðsemdin sjálf, en sögðu, að sá, sem gætti bréfsins hjá
þeim, vildi ekki leggja það fram. Ég treysti orðum þeirra og
settum griðum af beggja hálfu og bauð þeim til borðs. En
þegar vér höfðum setzt til borðs, sendu þeir leynilega einn
sinna manna, Thomas Bell að nafni, til þess að stefna þangað
félögum sínum, um 50 að tölu, búnum bogum, en þeir höfðu
lævíslega skipað þeim í launsátur í nágrenninu.'1) Þeir gerðu
nú skyndilega árás, en ég komst nauðulega undan ríðandi.
Þegar íslendingar höfðu heyrt bréf konungs Noregs og Dan-
merkur o. s. frv., þar sem þeim var bannað að verzla við
Englendinga, vildu þeir þegar hætta öllum skiptum við þá
til þess að hlýðnast skipunum konungs síns. Englendingar