Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 156
152
Björn Þorsteinsson
Skirnir
rituðu þegar hótunarbréf til landslýðsins, sem er sárfátækur,
einfaldur og vopnlaus, er þeir sáu, hvað í vændum var, og
kváðust mundu taka skreiðina með ofbeldi gegn vilja eigend-
anna, ef þeir hættu að verzla við þá. Þeir létu nú greipar sópa
um skreiðarbirgðir manna og guldu þeim annaðhvort lítið eða
ekkert, og íslendingar héldu ekki eftir svo miklu af skreið-
inni, að nægði þeim til viðurlífis, en fisk nota þeir almennt
í stað brauðs, því að þá skortir brauð, og sömuleiðis hafa þeir
hvorki öl né ávexti, heldur lifa þeir einvörðungu af dýrum
sínum, fiskveiðum og fiskum, en sé þetta frá þeim tekið, þá
bíður þeirra ekkert annað en vesaldómur, svo að þeir farast
af ófeiti og hungri. En þeir, sem álitnir eru höfðingjar á landi
þessu, eru heimskulega auðginntir með bænum, drykk og
mútum, en samt sem áður trúir hin einfalda og fátæka alþýða
þeim og lætur blekkjast. Þeir stuðla hvorki að nytsemi lands
og þjóðar né skeyta nokkru, þótt aðrir steypist í glötun og
tortímingu, meðan þeir sjálfir geta ginið yfir nýjum og áður
óþekktum drykkjuskap og svalli, en við það gleðjast þeir
mjög.‘) Alþýðan getur ekki heldur varizt lögleysum og árás-
rnn Englendinga á sjó og með ströndum fram, því að strend-
urnar, þar sem Englendingar liggja, eru torsóttar sökum fjalla
og vegleysna og þeir hafa ekki önnur skip en smábáta, sökum
þess að land þetta skortir algjörlega við, sem hæfur er til
skipasmíði, og Englendingar halda sig á stað nokkrum, sem
er umflotinn vatni, og víggirða hann á hverju ári eins og
herbúðir.3) Þótt þeir hefðu ekki gert annað gegn Noregs
ríki, nægði það eitt til þess, að þeir hefðu fyrirgert lífi og eign-
um að lögum, því að samkvæmt lögmn ríkisins, þá er hver
sekur um drottinssvik af verkinu sjálfu, ef hann víggirðir
einhvern stað gegn vilja Noregskonungs.
Þeir gjöreyddu einnig Ólafsfjarðarhérað og sömuleiðis eyna
Hrísey, ræntu kirkjuna í Húsavík og brenndu síðan.
Einnig brenndu þeir kirkjuna í Hrísey.
Einnig ræntu þeir kirkjuna í Grímsey og höfðu á brott
með sér til Englands kaleika, bækur, messuklæði og klukkur.
Þeir hafa einnig rænt og stolið óteljandi sauðum, nautum