Skírnir - 01.01.1953, Síða 157
Skímir
Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar
153
og dýrum árlega á ýmsum stöðum Islands og einnig á öðru
landi kölluðu Færeyjar.
Eyjuna Sandey ræntu þeir einnig og brenndu þar 81 bæ
eða heimili.
Þeir ræna einnig fjölda fólks, börnum og unglingum á Is-
landi. Ýmist með ofbeldi eða með því að ginna einfalda, auð-
trúa foreldra til þess að láta þau af hendi fyrir smágjafir
og flytja þau síðan rænt eða keypt til Englands og halda þeim
þar í eilífri ánauð til þess að þjóna sér,*) en af þessum sökum
verður landið Island fólkslaust og leggst á mörgum stöðum í
eyði. Svipað er framferði þeirra sömuleiðis á öðru landi, sem
Noregskonungur á og nefnist Færeyjar.
Á því herrans ári 1423 var það einnig, að tveir menn, John
Pasdale og John Werner, stungu í gegnum handlegginn á
konungsmanni, Gerek að nafni.
Einnig var það á því herrans ári 1424, að John Percy, John
Pasdale og Thomas Dale réðust á kóngsgarðinn á Bessastöð-
um með félögum sínum og tóku ráðsmanninn, Albert, hönd-
um og fluttu hann bundinn út á skip, en annan konungsþjón,
Pétur Jónsson, særðu þeir yfir 20 sárum með örvum og öxum
í kirkjugarðinum og kirkjunni, ræntu öllu, sem í kirkjunni
var, og sömuleiðis nærliggjandi staði. Þannig ræntu þeir
konungsmenn skreið og öðrum eignum að'verðgildi meira en
hundrað marka.
Einnig fóru sömu menn, John Percy, Pasdale og Robert
Thirkell með félögum sínum og öðrmn, um 40 að tölu, rúmar
30 mílur á land upp og ætluðu að drepa mig, Baltazar og
Ólaf Nikulásarson, en þar eð þeir fundu oss ekki, tóku þeir
höndum þjóna konungs, þá Ólaf Duw og Thomas Jude, annan
í kirkjunni í Saurbæ, en hinn fyrir utan og ræntu úr kirkj-
unni og kirkjugarðinum sverðum, krossbogum, brynjum og
hestmn jafnt þeirra sem annarra, sem leitað höfðu sér hælis
innan sömu kirkju af ótta og skelfingu við þá.
Einnig var það á því herrans ári 1424, að Robert Thirkell,
John Werner og Richard Tod og fjölmargir kumpánar þeirra
tóku konungsmenninna, Ólaf Nikulásarson og Andrés Ólafs-