Skírnir - 01.01.1953, Page 158
154
Björn Þorsteinsson
Skírnir
son höndum í griðum. Andrés sjálfan særðu þeir til ólífis og
ræntu hann silfurbelti að verðgildi 6 c fiska.
Á því sama ári ræntu þeir Thomas Dale, Richard Agiton,
Nicholas Dalston og félagar þeirra einnig 6 lestum skreiðar
frá Ólafi Nikulásarsyni.
Einnig var það um þessar mundir, að Rohert Hugnall og
John Thexton ræntu frá Hákoni Einarssyni 13 c fiskum.
Einnig tóku þeir með ofbeldi tvær lestir skreiðar, 30 marka
virði, frá Birni nokkrum Eyjólfssyni sýslmnanni konungs.
Um þessar mundir tóku þeir einnig höndrnn göfugan mann,
Brand nokkurn HaRdórsson að nafni, og slepptu honum ekki,
fyrr en hann hafði lagt þeim fjórar lestir skreiðar í lausnar-
gjald sér, tvær lestir greiddi hann, áður en hann var látinn
laus, en setti ábyrgðarmenn fyrir greiðslu á hinum tveimur.
Foringi þeirra, sem þetta gerðu, var náungi nefndur John
Selby.
Um þessar mundir voru einnig tveir þýzkir bræður drepnir
þar af enskum mönnum.
Á því herrans ári 1425 brutust John Percy og John Pasdale
og kumpánar þeirra inn á heimili Clausar nokkurs Junghe
og Magnúsar Hákonarsonar, börðu þá og særðu til ólífis, gripu
fiska þeirra og hvaðeina af eigum þeirra, en settu menn sína
þar niður um vertíðina gegn vilja þeirra og andmælum.
Um trinitatisleytið á sama ári særðu einnig menn Johns
Percys Claus Ólafsson í kirkjugarði Bessastaðakirkju og drógu
hann þaðan með ofbeldi og fluttu hann fanginn með sér til
Englands. Einnig ræntu þeir hann 12 c fiskum og vopnum
hans.
Einnig ræntu þeir skip herra Indriða Erlendssonar riddara
vörum, sem voru meira en þúsund nóbíla virði.
Einnig brutu þeir skip herra erkibiskupsins í Björgvin og
drógu út úr því járn nefnd boltar.
Þegar eftir þetta kom einnig Ólafur Nikulásarson sýslumað-
ur konungs þangað að settum griðum og krafðist bóta fyrir
ofbeldisverk Johns Percys og Pasdales og manna Johns Percys,
en þeir tóku hann höndum og Adam Jacobsson að tilefnis-
lausu og fluttu þá sem fanga til Englands. Einnig ræntu þeir