Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 159
Skímir
Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar
155
frá þeim eignum konungs og þeirra eigin, um 9 lestum skreið-
ar og vopnum og einum báti, þrátt fyrir gefin grið, og bættu
ekkert. Aðalmenn þessa ódæðis voru: John Percy, Thomas
York, Thomas Dale, Richard Agiton, Richard Tod, Henry
Dawtrey, Richard Rafnestred og John Pasdale.
Um þessar mundir tók John Percy einnig Jesse nokkurn
Syondesson og hneppti hann í fótfjötra og handjárn, dró hann
mjög ómannúðlega og tók af honum brynju og aðra hluti
og 18 c fiska.
Um þessar mundir hjó einnig John nokkur Lyffly hönd af
einum þegni konungs.
Maður nokkur nefndur Thomas Crathorn og Robert West-
ton og aðrir með þeim særðu einnig til ólífis Ivar nokkurn
Hallsson að nafni, svo að honum var ekki hugað líf. Einnig
særðu þeir þjón hans og ræntu hann hestum, söðlum, vopnum
og allri skreið hans.
Um svipað leyti á sama ári tóku þeir einnig frá Rirni nokkr-
um Eyjólfssyni, sýslumanni konungs, 4 c fiska. Meðal þeirra,
sem þetta unnu, var maður nefndur Crathorn.
Við Island liggur eyja nokkur og nefnist Vestmannaey.
Hún lýtur með öllum rétti beint undir Noregskonung, svo
að hann er þar algjörlega alráður.1) Við þessa eyju eru betri
fiskimið en annars staðar við Island, en við eyjuna hafa
Englendingar lent á hverju ári, síðan þeir fóru að stunda
sínar skaðvænu siglingar til Islands. Þar byggja þeir hús, slá
tjöldum, grafa upp jörðina, fiska og nota þar allt, eins og
það væri þeirra eigið. Þeir biðja hvorki um né hafa fengið
í eitt einasta sinn leyfi til starfsemi sinnar frá umboðsmönn-
um konungs, heldur dveljast þeir þar með ofbeldi og leyfa
hvorki, að flutt sé skreið Noregskonungs né annarra frá þess-
ari eyju, fyrr en þeir hafa hlaðið skip sín alveg að vild sinni,
og oft láta þeir svo greipar sópa um skreiðina, að konungs-
bændur eiga ekkert upp í afgjöld sín til konungs. Meðal þeirra
Englendinga, sem hafa dvalizt á eynni á þessu ári, eru nokkr-
ir, sem að þessu hafa staðið, t. a. m. John Morris, og aðrir,
sömuleiðis var þar Nicholas Dalston, sem drap einn þjón
minn, Tidike Bekker, og einnig hafði rænt áður miklu magni