Skírnir - 01.01.1953, Síða 160
156
Björn Þorsteinsson
Skírnir
skreiðar frá ÓlafiNikulásarsyni,konungsþjóni. Þar voru einnig
margir, sem rituðu hótunarbréf til vor og landslýðsins og
kváðust mundu ræna og taka jafnt á sjó sem landi jafnt eignir
Noregskonungs sem annarra, ef vér leyfðum þeim ekki að
fara að öllu að vilja sínum. Einnig rituðu Englendingar, sem
lágu á Hafnarfirði á Islandi, til þeirra, sem lágu við fyrr-
nefnda eyju konungs, Vestmannaey, og gagnkvæmt, að hvor
um sig skyldi í öllu fara sínu fram á þessu landi, og þar
skyldu þeir ekki láta sér neitt úr greipum ganga ósnert eða
órannsakað. Sökum fyrrnefnds framferðis þeirra, þ. e. þeir
höfðu svipt konung Noregs og Danmerkur o. s. frv. rétti sín-
um og sköttum honum til lítilsvirðingar og gegn lögum kon-
ungs og bönnum hans, höfðu brotizt inn, drepið, sært, rænt,
eytt staði og héruð, brennt kirkjur og bæi og valdið konungi
og ríki Noregs miklum skaða, þeir höfðu tekið menn konungs
höndum, þá Ólaf Nikulásarson, Adam Jacobsson, Claus Ólafs-
son, Jesse Syondesson og hneppt þá í bönd og rænt þá og
flutt þá fanga með ofbeldi til Englands nema Jesse einn
Syondesson, sem þeir skildu eftir ræntan og hart leikinn; sökum
alls þessa héldum vér til fyrrnefndrar eyjar Noregskonungs,
þ. e. Vestmannaeyjar, til þess að taka þá fasta, sem þar höfðu
farið fram með ofbeldi og drýgt mörg önnur óhæfuverk og
tekið skip, sem höfðu margfaldlega tilfallið dýrlegum Noregs-
konungi með margföldum rétti og voru af þeim sökum ekki
þeirra, heldur hans. Þeir risu upp gegn oss eins og opinberir
fjendur og brutu báta vora þegar í stað, svo að vér mættum
ekki á braut komast, en eftir að þeir höfðu handtekið oss,
kúguðu þeir oss til þess að greiða eigendum bátanna fyrir
það, sem þeir höfðu sjálfir brotið. Þeir réðust á land upp með
blaktandi hermerkjum, en vér leituðum hælis um tvær mílur
inni í landi. Þar hlóðu þeir garð utan um oss, sem höfðum
fáa fylgjara, svo að vér gáfumst upp sökum hungurs og vopna-
burðar þeirra og gengum til samninga, og náðist svolátandi
samkomulag af beggja hálfu, að friður skyldi ríkja og vér
mættum fara óhultir um líf, eignir og allt, hvert á land sem
var. Þennan samning staðfesti af þeirra hálfu Nicholas Dals-
ton, foringi þeirra, með samþykki og vitorði allra félaga sinna.