Skírnir - 01.01.1953, Page 161
Skírnir
Sendiferðir og liirðstjórn Hannesar Pálssonar
157
Einnig var tekið fram, að dýrlegur konungur Danmerkur og
háttvirt ráð enska ríkisins gerðu endanlegan samning um þessi
mál og réðu þeim til lykta. Að svo búnu fórum vér að fyrr-
nefndum stað við ströndina og ætluðum þaðan til lands. En
viti menn, allt í einu réðust þeir allir fyrirvaralaust á oss og
ræntu öllu, sem vér áttum, og nam það 4 c nóbílum. Tveimur
af oss héldu þeir eftir með ofbeldi, en sendu burt þjóna vora
rænta að einum undanskildum, nefndum Ólafur Duwe, en
tveimur dögum síðar létu þeir drepa hann með svikum. Þegar
þeir höfðu drepið hann, rænti Nicholas Dalston innsigli mínu
og öðrum hlutum af honum, en hann hafði varðveitt þá með
leynd. Þeir skrifuðu bréf félögum sínum í Hafnarfirði og
nokkrum fslendingum, sem þeir töldu svikara við konung
Danmerkur, og sögðu, að þeir hefðu sjálfir sleppt þjónum
vorum, bæði vopnlausum og nöktum, til þess að hinir gætu
því auðveldlegar drepið þá, og báðu, að þeir létu ekki vígin
undan dragast, en létu sig vita, þegar er þeir væru drepnir,
því að þá ætluðu þeir einnig að gera út af við oss, er þeir
höfðu í haldi á skipum sínum, svo að konungur Danmerkur
frétti aldrei um ódæðið, þar eð vér værum allir drepnir. En af
guðlegri forsjá bárust þessi bréf aldrei til þeirra, en voru tekin
á leiðinni, og vér höldum, að þessi bréf og mörg önnur svipuð
þeim hafi verið send til Danmerkur.
Einnig var það, að eftir að sagðir Englendingar höfðu tekið
oss höndum og rænt oss, eins og frá liefur verið skýrt, héldu
þeir oss í svo þröngri prísund, að vér gátum hvorki talað við
nokkum af löndum vorum né hver við annan, og ekki var
okkur heldur leyft að gera neitt í því umboði, sem Noregs-
konungur o. s. frv. hafði oss á hendur falið, og þannig stóð
land þetta, þ. e. a. s. ísland, án stjómanda, en skattar og eignir
konungs og krúnu, er vér höfðum safnað og lagt á, urðu að
engu, því að enginn var til að gæta þeirra, þar eð vér vomm
svo sviksamlega og ómannúðlega meðhöndlaðir, eins og að
framan er sagt, en þetta olli konungi og krúnu miklum skaða.
Einnig gátu fslendingar ekki farið á sjó eða stundað fisk-
veiðar sínar, meðan Englendingar dvöldust á íslandi, því að
hætti þeir sér út á miðin á hinum smáu bátum sínum, brjóta