Skírnir - 01.01.1953, Síða 162
158
Björn Þorsteinsson
Skímir
Englendingar bátana og ónýta, særa og berja menn, og stund-
um varpa þeir þeim í sjóinn og drepa suma.
Einnig er það, að Englendingar þeir, sem til Islands sigla,
vilja hvorki hlíta þar lögum né bæta neinum nokkurt afbrot
sitt, hve mjög sem þeim verður áfátt, heldur lifa þeir þar að
öllu í löglausu að eigin vilja. Þótt þeim sé oft stefnt, þá hlíta
þeir aldrei stefnunni, og oft sverja þeir að koma til dóms, en
sjást þar hvergi, þegar til á að taka. Einnig gefa þeir umboðs-
mönnum konungs bréf með innsiglum sínum upp á það, að
þeir muni hlíta þeim viðurlögum, sem lög ríkisins leggi á þá
sökum lögbrota þeirra, en þrátt fyrir þetta allt vildu þeir
aldrei hlíta því, sem þeim bar að gera að lögum, því að oft
voru eignir þeirra gerðar upptækar til handa konungi, en þeir
fluttu eignirnar engu að síður burt af landinu og skeyttu engu
eignarnámi konungsmanna. Hinir fyrrnefndu og félagar þeirra
héldu þannig uppteknum hætti um lögbrot og ofbeldisverk,
skaðvænlegt athæfi og óþægindi og margt annað, sem of langt
yrði upp að telja. Og þetta þoldi dýrlegur konungur Noregs
og Danmerkur o. s. frv. sökum verðskuldaðrar og eins og með-
fæddrar vináttu, sem hann ber sérstaklega til Englandskon-
ungs og þegna hans, og sökum þeirra gæða, sem friður og
eining veitir, hefur hann jafnan óskað af innsta hjartans
grunni og vonað frá ári til árs, að fyrir fyrrnefnd óhæfuverk
verði bætt með tilskipunum hágöfugs Englandskonungs og
ríkisráðs hans.
Vér leyfum oss að leggja þessar fyrmefndu ákærur fram
og biðjumst auðmjúklega verðugra bóta fyrir fyrmefnd lög-
brot, svo að þeir leggi niður þessar löglausu siglingar og sví-
virðingar sínar og til þess að dýrlegur konungur Noregs og
Danmerkur o. s. frv. geti fengið verðugar bætur og menn hans
að ókrenktum heiðri og rétti sjálfs Noregskonungs og sömu-
leiðis að ókrenktum öllum forréttindum vomm til þess að
semja, breyta, bæta við eða fella niður, eftir því sem okkur
virðist réttmætt og heimilt og aðstæður krefjast.