Skírnir - 01.01.1953, Síða 164
160
Björn Þorsteinsson
Skírnir
um leyfum konungs, og geta sendimenn Eiríks af Pommern
þess í skýrslu sinni til ensku stjórnarinnar árið 1415, eins og
áður segir.17)
b) Hin mikla sigling Englendinga til Islands skaðaði kon-
ung og krúnu meðal annars á þann hátt, að tollar guldust
ekki af skreiðinni, sem þeir fluttu beint til Englands, þvi að
tollamir skyldu goldnir við komu skipa til Björgvinjar. Með
orðunum: rétt . . . íbúa ríkisins — á Hannes vafalítið við rétt
innlendra kaupmanna í Björgvin til verzlunar í skattlöndun-
um, en með orðunum: ekki siður viðskipti erlendra kaup-
manna þessa sama ríkis, sem hafa fengið þar leyfi til verzl-
unar — hlýtur hann að eiga við þýzka kaupmenn í Björgvin.
Ummæli Hannesar ásamt öðrum heimildum sanna, að Þjóð-
verjar hafa tekið að sigla hingað um 1420.
c) Höfuðheimildin um rétt konungs til fjórðungsrýmis í
íslandsförum er lögmannsúrskurður felldur á alþingi 3. júlí
1409. Hann fjallar um flutning á konungsgóssi til Noregs, og
staðfestir lögmaðurinn, Oddur Þórðarson, „að minn herra
kóngurinn eigi fjórðung í hverju skipi því, sem gengur i mill-
um fslands og Noregs, þegar það hefur gengið sina fyrstu
reisu“.18) Sennilega hefur konungur tekið að krefjast fjórð-
ungsrýmis í fslandsförum um 1350.
d) Sjá aths. 1.
e) Þessi Jón Pálsson hefur orðið mönnum að lítils háttar
ásteytingarsteini. Orð Hannesar: anglici percusserunt quen-
dam presbyterum yconomum ecclesie cathedralis nomine Jon
Palsson — hafa verið skilin svo, að Englendingar hafi drepið
Jón þennan, og er hann talinn veginn árið 1420 í registri IV.
b. Dipl. Isl. Nú þýðir so. percutere bæði að höggva, berja,
stinga, reka í gegn, drepa og jafnvel blekkja. Af klausunni
um meðferðina á Magnúsi Hákonarsyni má sjá, að Hannes
notar sögnina í merkingunni að berja eða misþyrma.
Nú er ókunnugt, hver hefur haft ráðsmannsstarf á Hólum
á hendi fyrra hluta árs 1420. f Nýja annál segir: „Setti hann
(þ. e. Jón biskup Tófason) af nú síra Jón Bjarnason officialem,
en síra Árna ráðsmann á staðinn á Hólum“. Af þessu má
ráða, að ráðsmannsstarfið hafi losnað á Hólum framangreint