Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 165
Skírnir Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar 161
ár, en þar með er ekki sagt, að Englendingar hafi drepið ráðs-
manninn. Annálsritaranum hlaut að vera kunnugt um það,
ef þeir hefðu framið slíkan glæp, eða er hugsanlegt, að hann
hafi verið svo hliðhollur þeim, að hann hafi þagað yfir slíku?
Þessi Jón er sennilega enginn annar en Jón Pálsson Maríu-
skáld, einn af helztu hefðarklerkum nyrðra um þessar mund-
ir. Nýi annáll getur þess, að hann hafi farið utan árið 1425
með sveinum Hannesar, sem spilltu klaustrinu á Helgafelli.
Hann hefur fylgt Hannesi að málum hér á landi, og í þá átt
bendir bréf frá 25. ágúst 1426 (Dipl. Isl. IV., nr. 385, 336. bls.).
Jón Tófason Hólabiskup var einn af aðalstyrktarmönnum
konungsvaldsins hér, en sú staðreynd gæti verið orsök þess,
hve Englendingar voru herskáir í Skagafirði.
f) Robert Holm er vel þekktur kaupmaður í Húll um
þessar mundir og víða getið í heimildum. Árið 1413 hefur
hann eftirlit með tollheimtu staðarins (controler . . . of the
searcher), en síðar er hann bæði skipseigandi og kaupmaður,
á skipin Leonard og Mary.
g) Þessa bardaga er hvergi getið í heimildum, en Magnús
prúði talar í Vopnadómi um, að mönnum séu „ekki ókunn-
ugar gamlar aðferðir eingelskra manna, er ætluðu að herja
á Hólastað og voru slegnir af ráðsmanninum staðarins og
Skagfirðingum nær 80 eða fleiri á Höfðaströnd“. Hefði þessi
frásögn við rök að styðjast, væri hér um að ræða einhverja
mannskæðustu orustu, sem Islendingar hafa háð, en þetta
mun vera ýkjusaga, gripin af Magnúsi til áróðurs fyrir
vopnaburði. Magnús getur ekki, hvenær orustan mikla var
háð, en Björn á Skarðsá barnar söguna og telur sennilegast,
að menn þeir, sem Jón biskup Craxton lýsir í griðum á Hól-
um 1431, hafi sloppið úr bardaganum „á Höfðaströnd í
Skagafirði, fyrir utan Mannslagshól, sem merki sér til, að
dysjar eru af mönnum, og Magnús bóndi Jónsson hefur sagt,
að nærri 80 engelskra manna hafi þar verið til dauðs slegnir
af Skagfirðingum“. Ýkjusaga Magnúsar með skýringu Björns
hefur komizt inn í Islandssöguna og orðið allfræg. Munn-
mæli herma, að þeir, sem féllu í orustunni, hafi verið dysj-
aðir í Englendingadysjum skammt frá bænum Mannskaða-
11