Skírnir - 01.01.1953, Side 166
162
Björn Þorsteinsson
Skírnir
hóli á Höfðaströnd. f sumar var grafið í „dysjarnar“, og kom
þá í ljós, að þær voru hólar, en engin kuml. Hins vegar
fundust bein úr 5 mönnum, sem látizt höfðu af mannavöld-
um, nálægt bænum Höfða árið 1952. Sá fundur bendir til,
að einhvern tíma hafi komið til átaka á þessum slóðum, þótt
þar hafi engin stórorusta verið háð. Orðið Mannskaðahóll
er ungt, virðist komið upp á 17. öld, eftir að Björn á Skarðsá
hafði komið fram með ágizkun sína um orustuna miklu.
Bæjarheitið kemur alloft fyrir á 16. öld og er þá jafnan stafað
Mannskapshóll eða Mannskafshóll. Hjá Birni verður það
Mannslagshóll og síðar á 17. öld Mannskaðahóll. Þessi nafn-
breyting mun tengd þróun þjóðsögunnar um orustuna.
h) Englendingar voru frægir bogmenn á ofanverðum mið-
öldum og sigursælir í hernaði, því að fáir stóðust árásir ensku
bogsveitanna. Þess er getið í heimildum, að bogar og örvar
séu hluti af venjulegum útbúnaði enskra fiskiskipa. Af tolla-
skýrslum sést, að Englendingar hafa flutt hingað sverð, en
ekki verður þar vart annarra vopna. Armbrysti, handbogar
og önnur vopn eru því sennilega flutt hingað frá Þýzkalandi.
i) Lýsing Hannesar á íslenzku höfðingjunum kemur vel
heim við lýsingu Skáld-Sveins á sömu aðilum, en kvæði hans,
Heimsósómi, er talið frá síðara hluta 15. aldar. Þar segir m. a.:
Svara með stinna stáli
stoltarmenn fyrir krjár,
en vernda litt með letr;
þann liefr meira úr máli,
manna styrkinn fár
og búkinn brynjar betr;
panzari, hjálmur, pláta, skjöldr og skjómi
skúfa lögin og réttinn burt úr dómi,
að slá og stinga þykir nú fremd og frómi,
féð er bótin, friður, sátt og sómi.
Hvert skal lýðrinn lúta?
Lögin kann enginn fá,
nema baugum býti til;
tekst inn tollr og múta,
taka þeir klausu þá,
sem hinum er helzt í vil.
Vesöl og snauð er veröld af þessu klandi,