Skírnir - 01.01.1953, Side 167
Skírnir
Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálssonar
163
völdin efla flokkadrátt í landi,
harkamálin hyljast mold og sandi, —
hamingjan banni, að þetta óhóf standi.
Og enn fremur um ríkismanninn:
Hann gerir sig reifan, rússerar, drekkur og hýtir,
ríkismaðrinn við litilmagnann kýtir,
kotungrinn eftir kúm og sauðum sýtir,
sjálf náttúran þennan lifnað lýtir.
Sár er þessi þorsti,
sem þrengir ríkisfólk
að girnast fátæks fé,
þeir eiga ærna kosti,
öl og vin sem mjólk,
að stöðva stundar hlé.
Af tollskýrslum sést, aS Englendingar hafa flutt hingað
mikið magn af drykkjarföngum, bjór og víni, en þar að auki
korn og malt til hruggunar. Áður hafði einungis flutzt óveru-
legt magn af slíkum vamingi. Nú fyrst gátu íslendingar
fengið sér rækilega neðan í því, af því að nú áttu sumir þeirra
„öl eða vín sem mjólk“.
j) Með þessari klausu á Hannes tvímælalaust við Vest-
mannaeyjar, höfuðbækistöð Englendinga hér við land.
k) Englendingar eru alloft sakaðir um að ræna hér fólki.
Árið 1429 finnast í Lynn 8 börn, sem flutt höfðu verið frá
fslandi sama ár, en 1432 er Englendingum gert að skila aftur
öllu fólki, sem þeir höfðu flutt úr ríkjum Dana, Svía og Norð-
manna, en þó sérstaklega frá löndunum fslandi, Finnmörku,
Hálogalandi og hverju öðm héraði Noregs ríkis“. Árið 1445
eru þrír Englendingar dæmdir fyrir að stela pilti á íslandi,
en á hnattlíkani Behaims frá 1492 stendur við uppdráttinn af
íslandi: „Á íslandi býr fagurt, hvítt fólk og er kristið. Hjá
því er siður að selja hunda dýrt, en böm sín gefa menn kaup-
mönnum til guðsþakkar, svo að þeir fái brauð handa þeim,
sem eftir eru.“19)
l) Þetta er elzta heimildin um það, að konungur eigi
Vestmannaeyjar, þótt Hannes ýki sannanlega rétt hans á ey}-
unum. Magnús biskup Einarsson keypti meginhluta eyjanna
og ætlaði að reisa þar klaustur, en það fórst fyrir. Skálholts-