Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 168
164
Björn Þorsteinsson
Skírnir
stóll á síðan eyjarnar um langan aldur. Árið 1280 gaf Árni
biskup Þorláksson kirkjuna í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum
með réttindum hennar Mikjálsklaustri í Björgvin (Dipl. Isl.
II., 66. bls.). Þegar Hannes talar um rétt konungs í eyjunum,
virðist hann gleyma því, að Mikjálsklaustur hefur a. m. k.
átt þar ítök sín og Skálholtsstóll fékk þaðan allmiklar tíundir.
Af skrám um landskuldir af Vestmannaeyjum má ráða, að
þær renni allar til konungs um 1420, og hefur því konungur
þá þegar átt meginhlutann af fasteignum þar. Hitt tíma-
markið er talsvert örðugra viðfangs, hvenær vitað er siðast,
að hann eigi ekkert í eyjunum. Ýmislegt bendir þó til þess,
að hann hafi eignazt þær á áratugunum kringum 1400.
Hannes leggur mikla áherzlu á það, að konungur sé alráður
í eyjunum, til þess að sverta sem mest hlut Englendinga.
HEIMILDASKRÁ.
1) Dipl. Isl. III, nr. 643.
2) Dipl. Isl. III, nr. 644.
3) Dipl. Norv. XX, nr. 742.
4) Dipl. Isl. IV, nr. 337, Afmælisrit til Þorsteins Þorsteinssonar, Rvík
1950, 188. bls. og áfram.
5) Dipl. Isl. IV, nr. 330.
6) Dipl. Isl. IV, nr. 331, A. Ræstad: Kongens Strömme, Kristiania 1912,
73. bls.
7) Dipl. Isl. IV, nr. 341.
8) Dipl. Isl. IV, nr. 342.
9) Dipl. Isl. IV, nr. 343.
10) Dipl. Isl. IV, nr. 336, 341—344.
11) Dipl. Isl. IV, nr. 336.
12) C. P. R. 1441—46, 200., 212., 442. bls.
13) Dipl. Isl. IV., 326. bls.; VIII, nr. 152.
14) Dipl. Isl. IV, 321. bls.
15) Dipl. Norv. XX, nr. 761.
16) Dipl. Isl. IV, nr. 385, 386.
17) Dipl. Isl. I, nr. 21.
18) Dipl. Isl. II, nr. 522.
19) Ný félagsrit 1862, 129.—135. bls.
20) Dipl. Isl. III, nr. 599 og 600.
21) Dipl. Norv. XX, nr. 777, 778; Dipl. Isl. IV, nr. 558, 715; Islands
kortlægning, Köbenhavn 1944, 12. bls.