Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 169
STEFÁN EINARSSON
ÁTTATÁKNANIR í FORNRITUM
Mállýzkumun í nýju máli hefur Sigfús Blöndal að nokkru
leyti þekkt og skrásett í orðabók sinni við orðin austur, suSur,
fram, ytri, út. Enn fremur hef eg skrifað um það grein, „Átta-
táknanir í nútímamáli íslenzku“, er út kom í Scandinavian
Studies, tileinkuðum G. T. Flom af félögum og vinum (Illi-
nois Studies in Language and Literature, Vol. XXIX, nr. 1,
1942), en á íslenzku í Skírni síðastliðið ár. f þessari grein, er
út kom í JEGP, XLIII, nr. 3, júlí 1944, bls. 265—285) ætla
eg að athuga orð þessi í fornu máli.
Einkenni áttatáknana hafa ekki fyllilega komið í ljós í orða-
bókunum.
Cleashy-Vigfússon hafa fyrir útan Þfórsá, Rangá ytri, en
með ónógri þýðingu, sem Blöndal hefur tekið upp ranglega
(,hinmnegin við‘). Fram (frammi, framan, fremri, fremstr)
er réttilega þýtt ,út‘ eða ,inn‘, en ekkert sagt um notkun eða
úthreiðslu þýðinganna. Einu orðin, þar sem einkenni þýðing-
anna eru réttilega tekin fram, eru vestr um haf ,til Bretlands-
eyja‘, ganga súSr ,fara pílagrimsför til Rómar1 og fara útan
af íslandi til Noregs eða annarra landa í Evrópu.
Fritzner skýrir hinar sérkennilegu merkingar í Noregi, en
ekki á íslandi. Hann tekur eftir því, að í Noregi þýðir út
,vestur‘, þegar sagt er að fara út til Fœreyja, en hann tekur
ekki eftir þessari merkingu orðsins á íslandi nema í útan 7
,paa Vestsiden1, í dæmi (útan og sunnan), sem er ekki fylli-
lega sannfærandi, af því að útan heldur hér upprunalegri
merkingu sinni ,að utan‘. Fritzner hefur meira um fram (og
orð af því leidd) en Cleasby-Vigfússon (sjá Fritzner: fram
4 ,ud ... mod Söen‘, 16 ,henne, langt henne ... fra Hjem-