Skírnir - 01.01.1953, Page 171
Skímir
Áttatáknanir í fornritum
167
nú eru til sögur, sem „staðsettar“ hafa verið sökum kunnug-
leika höfunda á staðháttum í ákveðnum héruðum, en nota þó
áttatáknanir á allt annan veg en títt er í þessum héruðum
nú. Ef við getum ekki fundið önnur fornrit úr þessum héruð-
um, sem fara eftir nútímamálvenju, þá fer að verða úr vöndu
að ráða. Um tvennt er þá að velja: Annaðhvort er málvenja
sagnanna gömul og nútímamálvenjan breytt frá fornu ellegar
sögurnar fylgja ekki fornri málvenju héraðsins. Ef svo er,
verður aftur að velja um tvo kosti: Þær geta þá annaðhvort
verið skrifaðar af aðkomumanni, sem flutzt hefur í héraðið
(svo telur Barði um höfund Njálu), ellegar þær eru ritaðar
úr héraði, en af manni, sem var kunnugur staðháttum. Þriðji
möguleiki væri ef til vill enn hugsanlegur: þær væru ritaðar
af lærðum manni í héraði, sem af ásettu ráði sneiddi hjá
mállýzkueinkennunum og notaði ritréttar myndir. Þessa gætir
oft, þegar nútímamenn skrifa, en tæplega mundu menn gruna
fornmenn um slíkan lærdóm. Réttast er þó að aftaka ekkert
í þessum efnum, fyrr en allt það hefur verið lagt fram og
athugað, sem hægt er að finna í sögunum um þetta mál.
Rit af Vesturlandi.
fslenzk sagnaritun hefst með íslendingabók Ara fróða.
Hann er upprunninn og hefur ef til vill búið á Snæfellsnesi
(d. 1148),1) en hann var lærður í Haukadal á Suðurlandi.
Málvenja hans kemur heim við uppruna hans á Vestur-
landi (eg vitna í útg. Finns Jónssonar af íslendingabók 1887,
en færi til venjulegrar réttritunar): suSr í Reykjarvík, bls.
414; suSr at Mosfelli enu afra 510; austr á Síðu 58; austr í
Lóni 524-25; vestr í BreiSafirSi 513; norSr í EyjafirSi 515. Þess
er gætandi, að þó að Ari noti orðin um alla gömlu fjórðung-
ana, er málvenja hans nákvæmlega hin sama og nú tíðkast.
Enn skýrara dæmi um sömu málvenju Ara og þá, sem nú
tíðkast á Vestur- og Norðurlandi, er þetta: í NorSlendinga
1) Halldór Hermannsson ætlar, að hann hafi aldrei húið þar; sjá
Skírni 1948.