Skírnir - 01.01.1953, Side 172
168
Stefán Einarsson
Skímir
fjórSungi váru .iiii. [þing], af því at þeir urðu eigi á annat
sáttir. Þeir, er fyr norðan váru Eyjafjgrð, vildu eigi þangat
sœkja þingit, ok eigi í Skagafjgrð, þeir er þar váru fyr vestan,
320—23. Þetta þarf engra skýringa við. En á einiun stað hefði
Ari samkvæmt nútímamálvenju getað notað útan, en segir
í stað þess: fyr vestan Qlfossá 416.
Svo sem fslendingabók er Landnáma eflaust vestlenzk að
uppruna, ef hún er þá ekki skrifuð í Haukadal af Ara sjálf-
um. Vitað er, að auk Ara hafa þeir Brandur príór fróði,
Breiðfirðingur, og Kolskeggur hinn fróði, Austfirðingur, átt
þátt í henni, en þessir menn eru allir frá fyrsta þriðjungi
12. aldar. Auk þess hafa farið höndum um hana Styrmir
fróði (d. 1245), Sturla Þórðarson (d. 1284) og Haukur Er-
lendsson (d. 1334). Þegar þessi grein var skrifuð, hafði eg
ekki annað en útgáfu Finns Jónssonar (1904), og vísa eg til
hennar, en síðan hafa komið Gerðir Landnámabókar eftir
Jón Jóhannesson og Landnámuútgáfa Einars Arnórssonar, en
ekki mun eg nota þær frekar, hvort sem það kemur að sök
eða ekki.
Jafnvel lauslega yfirlesin virðist Landnáma hafa ótrúlega
mikið af „réttum“ norðr, suSr, austr, vestr og fátt af „rangri“
notkun, sem kenna mætti mállýzkum. Þetta staðfestist enn
betur, ef eftir er rýnt, eins og skrá þessi sýnir:
„rétt” „rangt“ (mállýzka)
Landnám Ingólfs..................... 26 3
Borgarfjörður og Mýrar .............. 9 3
Snæfellsnes ......................... 3 2
Breiðafjörður ....................... 2 6
Vestfirðir .......................... 7 2
Húnaþing (Vatnsdæla) ................ 6 6
Skagafjörður ....................... 17 2
Eyjafjörður ........................ 12 1
Þingeyjarþing ....................... 5 1
Austfirðingafjórðungur.............. 42 4
Sunnlendingafjórðungur.............. 23 2
Þessi skrá bendir til þess, sem líklegt væri, að mállýzku-
sérkenni séu flest á Vesturlandi, þar sem Landnáma er
upprunnin(P). Töluvert af „röngum“ máleinkennum finnast