Skírnir - 01.01.1953, Síða 174
170
Stefán Einarsson
Skírnir
eru um allt Suðurland. Svo er þó ekki: su8r er enn notað
frá Homafirði til öræfa: su8r frá Heinabergsám (= SV)
9814-15. jrá Vi8bor8i su8r um Mýrar til Heinabergsár ( =
SV)9820~21; undan Tóftafelli skammt frá Kvíá suSr ok í
KiSjaleit hjá Jgkulsfelli fyri vestan 992-3. Ef þetta er málvenja
héraðsins, mætti líta á hana sem áframhald málvenjunnar
á Austfjörðum. Á allri strandlengjunni sunnanlands er að-
eins ein „villa“: fyri vestan: austan Markarfljót 21819,
10510, sem væri raunar alveg rétt neðar við fljótið, en er
90° frá réttu uppi í Þórsmörk, þar sem það kemur fyrir.
Af yfirliti þessu er auðsætt, að í Landnámu em ótvíræð
merki um héraðamálvenju á Suður-, Vestur- og Norðurlandi,
en varla nokkur á Austurlandi. Líka er augsýnilegt, að hvar
sem málvenja héraða stingur upp kolli, þá er hún hvergi
frábrugðin málvenju nú á dögum, og á það jafnvel við um
hin fáu dæmi á Suðausturlandi. En hvað er um Austurland?
Á að telja, að hin „rétta“ málvenja þar sé merki þess, að
Landnámuhöíunáav hafi ekki þekkt málvenju þar, eða er
tækilegt að telja, að Austfirðingar einir hafi haft „rétta“
málvenju að fornu og að „röng“ málvenja nútímans sé síðar
til komin? Sjálfsagt er að draga að svara þeirri spurningu,
þar til málvenjan í Austfirðinga sögum hefur verið rann-
sökuð. Aftur á móti má þegar geta þess, að hin „rétta“ notk-
un vestrs: austrs á strandlengju Suðurlands er eigi aðeins í
fullu samræmi við málvenju nútímans, heldur einnig við
málvenju Njálu.
önnur ráðgátan í sambandi við Landnámu er það, hvernig
stendur á yfirgnæfandi notkun „réttra“ átta, jafnvel á Vestur-
landi (eða Suðvesturlandi). Er þessi „rétta“ áttatáknun leif
frá fyrsta fjórðungi 12. aldar, eða er þetta lærð notkun átt-
anna hjá Landnámuhaínnái (eða höfundum)? Bendingu til
að svara fyrri spurningunni veitir það, að í Húnaþingi er
hin „ranga“ málvenja eflaust síðar inn komin með köflum
úr Vatnsdœla sögu. Vera má, að athugun á Ger8um Land-
námabókar gæti brugðið ljósi yfir fleiri slík atriði. Til að
svara seinni spurningunni er tæplega neitt að hafa í fornum
ritum nema ef til vill mismuninn á Landnámu og sögunum