Skírnir - 01.01.1953, Síða 175
Skímir
Áttatáknanir í fornritum
171
í þessum efnum. En úr nútímanum er lærdómsríkt að bera
Árbækur FerSafélagsins saman við Landnániu. 1 þeim er
„rétt“ áttatáknun yfirgnæfandi, þótt hin „ranga“ eða héraðs-
bundna málvenja segi til sín alltaf við og við, t. d. í notkun
orða eins og fram. Satt að segja virðist mér ekki ólíklegt, að
hinir lærðu menn 12. aldar, eins og Ari, hafi, eins og lær-
dómsmenn nútímans, kunnað að hafa horn í síðu héraða-
málvenjunnar og reynt að útrýma henni eftir mætti. Svo
er annað. Menn, sem skrifuðu héraðsbundnar sögur heima í
héraði, höfðu mjög litla ástæðu til að breyta út af málvenju
héraðsins, sem bæði þeir og allir aðrir í héraðinu skildu
fyrirstöðulaust. Allt öðru máli var að gegna um Landnámu-
höfundana, sem hafa ef til vill fyrstir manna tekið eftir hin-
um mikla mismun, sem var á áttatáknunum umhverfis landið.
Þeim hefur fundizt, að það mætti æra óstöðugan að eltast
við allt það, og ráðið það af að nota alls staðar hinar „réttu“
áttir. Mér virðist þessi skýring miklu tækilegri en sú, að
„réttu“ áttirnar séu leifar eldri málvenju frá fyrra hluta 12.
aldar.
En snúum nú athyglinni að sögunum og vitnisburði þeirra.
1 Egils sögu (útg. Nordals, ÍF II), ritaðri í Borgarfirði,
líklega af Snorra, kemur norÖr fyrir aðeins einu sinni: norSr
til heraða 272, að því er virðist um Norðurland. Til Dala
272 og Breiðafjarðar 240, 241 er áttin vestr með andstæð-
unni vestan 272. I samræmi við það er norðurströnd Faxa-
fjarðar (þ. e. suðurströnd Snæfellsness) in vestri strgnd, og
að sigla þaðan suðaustur til Borgarfjarðar heitir að beita ...
austr fyrir landit 86. En andstæðan austr: vestr er hér vitan-
lega undantekning: málvenjan er suÖr: vestr, sbr. fyrir sunn-
an Hvítá 288; suðr í Flókadal 293 og suðr á Nes 282. En
suðr má líka nota sem andstæðu út og þýðir þá „austr“ eða
„SA“: fyrir sunnan: út yfir Langá 288; fyrir sunnan: út . . .
yfir Háfslœk 277—278. Þetta er allt í samræmi við nútíma-
málvenju og líka í samræmi við undantekningarnar í Land-
námu. Þó kemur fyrir, að vestr sé notað „rétt“: vestr fyrir
Mýrar . . . á vestanverSum Mýrum 75 og vestr fyrir landit
86. Hér hefði líka mátt segja út fyrir ... á útanverSum.