Skírnir - 01.01.1953, Page 176
172
Stefán Einarsson
Skírnir
Eins og Landnáma notar Egils saga tvennar áttaandstæður
(eða samstæður): inri: út og upp: ofan. Fyrri andstæðan
þýðir ,til lands: til sjávar' eða ,vestr‘; hin síðari ,upp frá sjó
til fjalla, upp dalinn: ofan dalinn, ofan (dalinn) til sjávar‘.
Það, sem merkilegt er um þessar andstæður, er nú það, að
þær falla aldrei saman, inn er notað aðeins að strandlínunni
(utan af sjó), upp ofan sjávarmáls til fjalla. En út takmark-
ast ekki af strandlínunni; samt sem áður mun út og ofan nær
aldrei skiptast á, og ofan þýðir aldrei ,vestr‘. Menn fara ofan
með ánni 290, en út me'ð sjó 292.
Málvenju í Eyrbyggju, skrifaðri á Snæfellsnesi, líklega á
Helgafelli, er lýst af Einari Ól. Sveinssyni í útgáfu hans af
sögunni (lF IV, xliv—xlv): „Orðin út og inn þýða: til hafs
og til lands; á norðanverðu Snæfellsnesi tákna þau því yfir-
leitt vestur eða austur, þar sem ekkert sérstakt (firðir o. s. frv.)
hamlar, en áttin til nyrðri strandar Breiðafjarðar er kölluð
vestr; til syðri strandar Snæfellsness er farið suðr irni heiði,
og þá auðvitað suSr til Borgarfjarðar. Sunnan fjallgarðsins
er sagt út: vestur og suðr: austur, —- þessi einkennilega mál-
venja tíðkast enn í dag. [Sbr. lika athuganir mínar um átta-
táknanir í nútíðarmáli í Skírni 1952, byggðar á staðanöfnum
á þessu svæði.] Upp er frá sjó eða til staðar, sem er hærra,
hver sem áttin er. Sagt er vestr í Saurbæ (miðað við Hvamm)
og norðr í Bitru [frá Hvammi nær í norður og NA].“
Laxdœla, sem gerist í Dölum og er sennilega þar rituð,
hefur nálega sömu áttir, eins og Einar Ól. Sveinsson sýnir í
útgáfu sinni, ÍF V, xxiii. Hann drepur á dæmi eins og aust-
an ór Fljótshlíð (= SA), vestr í Saurbœ (=N), vestr á
Barðastrgnd (= NV), norðr í Víðidal (=NA eða A).
Það er að bera í bakkafullan læk að nefna fleiri dæmi
úr þessum héruðum. En af því að eg hef farið yfir Sturlu
sögu í Sturlungu, skal eg hér tilgreina dæmi úr henni. Þau
sýna í öllum atriðum sömu málvenju og Eyrbyggja og Lax-
dœla. Eg vitna í útgáfu Kálunds af Sturlungu.
Miðstöð Sturlu sögu (um 1200) er Hvammur í Dölum, að-
setur Sturlu. Önnur miðstöð er Staðarhóll í Saurbæ, heimili
höfuðfjanda Sturlu, nærri beint norður af Hvammi.