Skírnir - 01.01.1953, Page 178
174
Stefán Einarsson
Skírnir
Vestr er notað um Vestfirði nema Strandir: ferr hinn ...
allt um haustit vestr í fjgrSu ok vestan nær vetri 969-11;
fóru þeir ... vestr í Gufudal . .. ok er þeir fóru vestan 7114-
15. Líka viðhaft um ferðalög frá Hvammi eða suðurströnd
Klofnings til Saurbæjar eða annarra staða á norðurströnd
nessins: Sturla reið vestr til Saurbœjar 681-2; kom vestr á
Staðarhól (úr Hvammi) 8723 o. s. frv. Um gagnstæða átt er
sagt vestan eða su8r: Þeir Einar . .. fóru vestan (af Staðar-
hóli) ... ok su'Sr af brúninni ... ofan eptir Sælingsdal 884-8
og dæmin hér að framan.
Aðeins einu sinni er vestr notað sem gagnstæða norSrs, sjá
hér að framan. Venjulega er norSr andstætt út, sem er mjög
algengt orð, en gagnstætt því má líka nota útan og inn til
innstu daladraga. Upp:ofan eru notuð um að fara upp og
ofan fjall: gengu upp á Múla 7213-14, eða upp og ofan dal:
upp Þverdal, en ofan TraSardal 682.
Rit af Norðurlandi.
Eg hef farið yfir þrjár sögur, sem útgefendur hafa „staðsett“
í Húnaþingi: HeiSarvíga sögu í útgáfu Sigurðar Nordals,
Vatnsdæla sögu í útgáfu Einars Ól. Sveinssonar og Grettis
sögu í útgáfu Guðna Jónssonar. Allar þessar sögur hafa
sameiginlega norðlenzku andstæðurnar vestr: norSr um héruð
til vesturs og austurs eða norðausturs. Þær hafa súSr á Suður-
land (með Borgarfirði) og norSr á Strandir (= NV). Ut:
inn í sögum þessum hefur venjulega merkinguna norSr:
suSr, af því að dalirnir liggja þannig og firðirnir. 1 HeiSar-
viga sögu 273 stendur út yfir Blgndu til BreiSavaSs, líklega
af því að vegur þessi liggur síðan út á Skagaströnd nærri í
hánorður. Gagnstætt þessu hefur sagan vestr yfir Blgndu
(frá Auðólfsstöðum) 274, en „rétt“ væri: suðvestur. Nordal
segir, að út þýði austr á nokkrum stöðum í HeiSarvíga sögu,
en mér virðist það vafasamt samkvæmt ofansögðu.
Af öllum sögunum er Grettis saga hin umfangsmesta, líka
hvað landið snertir, er hún flæmist yfir. Höfundur hennar
(eða höfundar) hafa eigi aðeins kunnað skil á málvenju á