Skírnir - 01.01.1953, Side 179
Skírnir
Áttatáknanir í fornritum
175
Norðurlandi, heldur einnig á Suðurlandsundirlendi (inn ýtra
hlut (þ. e. Gnúpverjahrepps) 15; en þetta er úr Landnámu)
og á Snæfellsnesi beggja vegna ness. Á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi er talað um fyrir sunnan Hítará 194: fyrir útan
Hítará 195. Samkvæmt málvenju í Dölum, en ef til vill vafa-
samt í Miðfirði, er fara út á Snæfellsnes at fá sér skreið (um
Atla á Bjargi) 139. f Miðfirði mundi maður heldur húast
við vestr, eins og það er notáð rétt á eftir: Riðu þeir Hauka-
dalsskarS vestr ok svá sem liggr út á Nes 139. Þessi smávilla,
ef um villu er að ræða, er auðskilin, ef höfundur Grettis sögu
hefur verið Sturla Þórðarson frá Hvammi í Dölum, eins og
Nordal ætlar (Studia Islandica 4, 1938).
f öllum þessum sögum leitar maður árangurslaust að fram
í nútímanorðlenzku merkingunni = inn. Fram at Faxalœk í
Heiðarvíga sögu 278 mætti þýða á þann hátt, en mörg önnur
dæmi að fornu og nýju sýna, að merkingin hér er aðeins
,fram á lækjarbakkann, að læknum1. f Grettis sögu eru þó
nokkur slík dæmi um fram: hrossin stóðu framarliga á ár-
bakkanum . . . hylr mikill var fyrir framan bakkann 99; nes
gekk fram í vatnit 182; sbr. og 195: Nes mjótt gekk fram í
ána. Enn fremur: Þeir riSu nú sem hvatast vestr af ok fram
um bœinn í GarSi 208; í nútímamáli mundi hér vera sagt:
„fram hjá bænum“. Á einum stað er fram — út, eins og nú
tíðkast á Suðurlandi: Grettir ... reiS (frá Þóroddsstöðum)
á brott ok fram á veginn til Reykfa 153. Síðasta dæmið:
settusk niSr fram frá búSunum 230 er vafasamt, af því að
áttin frá búðunum er ókunn.
f Vatnsdœla sögu fann eg engin dæmi um fram, en út:
inn og suSr.
Nú skal farið austur í Eyjafjörð, miðbik og hryggjarstykki
Norðurlands. Hér telur Magnús Jónsson Sturlunguprestur (í
Studia Islandica 8, 1940), að efni hafi verið safnað í GuS-
mundar sögu dýra á fyrsta tug (eða fyrstu tugum) þrettándu
aldar, þótt sagan kunni að hafa verið síðar saman sett af
munki á Þingeyrum. Hér hafa líka verið ritaðar Víga-Glúms
saga (Glúma), Ljósvetninga saga og Reykdœla saga, þótt
tvær hinar síðastnefndu geti verið úr héruðunum austan