Skírnir - 01.01.1953, Page 181
Skírnir
Áttatáknanir í fornritum
177
hann sæti ... uppi í 0xnadal 18519-20; GúSmundr ... vildi
vita, ef Þorvaldr vœri fœrandi upp til hans 1882-3.
Inn: út eru aftur á móti notuS aðallega um áttirnar eftir
firðinum endilöngum og inn megindal héraðsins Eyjafjarðar.
Þannig um að sigla út og inn eftir firði: (Bóndi í Arnarnesi)
skyldi sœkfa fgstumat út á Siglunes 16612; Þat var vani
ÞorvarSs (á Siglunesi) at ferma ferju af fgstumat ok flytja
inn til heraðs 1676~8; fóru þeir (frá Laugalandi) út méS
landi til SvarfaSardals 2012; fara út í Fljót 165L Guðmundur
dýri að Bakka í Öxnadal átti marga þingmenn út um Svarf-
aSardal 17327~28; saga berst honum sunnan ok innan ór Eyja-
firSi 20710-11.
Merkilegt orðtæki er: í Arnarnesi, út á strgnd frá Hgrg-
árdal 1652 6 og í Árskógi inn á strgnd frá SvarfaSardal 16917.
Eðlilegra mundi nú þykja „á strönd út frá Hörgárdal“ og „á
strönd inn frá Svarfaðardal“. Svipuð dæmi koma fyrir á hls.
16422 og 16321. I setningunni: hljóp Sglvi (frá Holti í Fljót-
um) . . . út til SvarfaSardals 16421, hlýtur út að vera villa
fyrir inn, enda stendur inn í sumum pappírshandritum af
Reykjarfjarðarbók, hvort sem það er upprunalegur ritháttur
eða leiðrétting.
Inn til EyjafjarSar er raunar ekki takmarkað við sveitir,
sem liggja út með Eyjafirði utanverðum eins og Fljót (í
Skagafirði), Siglunes, Svarfaðardal, o. s. frv., því að það er
líka notað i sveitum, sem liggja austan Eyjafjarðar eða norS-
an samkvæmt norðlenzkri málvenju, eins og t. d. Reykjadal-
ur: þeir fóru (úr Reykjadal) ... inn í EyjafjgrS til Hgrgár-
dals 15713; fór hon af HelgastgSum (í Reykjadal) ... ok
inn til MgSrufélls (í Eyjafirði) 15722-2 3; sbr. notkun norSrs
og norSan hér að framan. Inn er líka notað um ferðalög frá
uppsveitum Skagafjarðar til innri hluta Eyjafjarðar: fóru
þeir upp í GoSdali ok it efra inn til EyjafjarSar 21025-26.
Vera má, að inn sé hér notað í sambandi við innri hluta
fjarðarins. Vera má líka, að hér sé um svipað fyrirbæri að
ræða og dæmi finnast til nú á dögum, t. d. á Austurlandi. Á
Jökuldal er venjulega sagt austur í Fljótsdal, en af bæjum
utarlega á Jökuldal er sagt upp í Brekku í Fljótsdal. Eg gæti
12