Skírnir - 01.01.1953, Side 182
178
Stefán Einarsson
Skírnir
trúað, að dæmið úr Skagafirði bæri að skýra á þennan hátt,
en tæplega dæmið úr Reykjadal. Þar hygg eg, að komi til
greina mikilvægi Eyjafjarðar í samanburði við Þingeyjarþing.
Þessi afstaða héraðanna er ljóslega fram sett af Birni Sigfús-
syni í útgáfu hans af Ljósvetninga sögu og Reykdælu (iF
X, 1940). 1 Eyjafirði voru eigi aðeins meiri höfðingjar en í
Þingeyjarþingi, þar voru líka verzlunarstaðir, eins og Gásir
og Akureyri (kaupstaður síðan 1786). Og enn segja Þing-
eyingar inn til Akureyrar (sbr. grein mína í Skírni 1952).
Skagafjörður var hins vegar liérað, sem jafnan gat haldið til
jafns við Eyjafjörð; höfðingjar þar voru jafnvel enn voldugri
en í Eyjafirði, og auk þess höfðu Skagfirðingar biskup á Hól-
um og segja enn í dag heim aÖ Hólum um allt héraðið.
Ekkert dæmi um fram hef eg fundið í GuÖmundar sögu
dýra.
Nú skal litið á dæmi í Glúmu, Ljósvetninga sögu og Reyk-
dælu. Vitnað er í íslenzkar fornsögur, 1880, þar sem tvær
fyrrnefndu sögurnar eru gefnar út af Guðmundi Þorlákssyni,
hin síðastnefnda af Finni Jónssyni.
Málvenja í Glúmu virðist vera hin sama og í Guömundar
sögu dýra. Ekkert dæmi um fram nema: Þeir söfnuöu nú at
scr Ixxx. vigra manna um nóttina ok bjugguz viö á hólinum
framanverÖum, þvi at þar var vaÖit á ánni viÖ hólinn sjálfan
XI60— 63_ Þetta er Espihóll, áin er Eyjafjarðará; samhengið
sýnir ljóslega, að merkingin hér er ekki innanveröur, heldur
er átt við þann hluta hólsins, sem veit fram að ánni, sbr.
dæmin í Grettis sögu. Ekkert dæmi finnst um inn í Eyjafjörð
úr Reykjadal.
Sama málvenja er í Ljósvetninga sögu. Vera má, að hin
fremur tíðu norÖr þar, norÖr þangat um Þingeyjarþing bendi
til þess, að sagan hafi verið rituð í Eyjafirði. Sagt er bæði
norÖr í Flateyjardal (úr Eyjafirði) XXX4-5 og út til Flat-
eyjardals (úr Fnjóskadal) XXIII111. Inn til EyjafjarÖar (úr
Fnjóskadal) XXIV203 er eina dæmið um þá málvenju. Fram
finnst ekki.
Reykdœla hefur enn sömu málvenju. Á einum stað stendur
norÖr á Strandir XXV64, sem frá Mývatni er meir í vestur