Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 183
Sklmir
Áttatáknanir í fornritum
179
en norðvestur, — en sú öfuga málvenja tíðkast alls staðar
á Norðurlandi að sögn Kálunds (I, 630). Tvö dæmi um fram:
fram á bakkann XVI47 (sbr. Grettis sögu) og Hrói sendir
þrælinn at vita, hvára leiS þeir fœri, hit fremra eSr hit efra
um hálsa V115_n7. Þessi málvenja, sem líka var dæmi um í
Grettis sögu, er einmitt hin algenga sunnlenzka málvenja
nú á dögum og mundi varla þekkjast á Norðurlandi.
Rit af Austurlandi.
Því miður eru engir textar af Austurlandi í hinu mikla
safni Sturlungu, en aftur á móti er nóg af sögum og þátt-
um þaðan. Þær hafa verið gefnar út af Jakob Jakobsen í
AustfirSinga sögum (1902—1903), og vísa eg til þeirrar út-
gáfu (bls. og línu).Síðalningur Islendingasagnanna, Fljótsdœla
saga, var gefin út af Kálund (1883), sem taldi hana frá 16.
öld. Skoðanir manna um aldur sagnanna hafa að vísu breytzt
talsvert síðan á dögum Jakobsens. Nú mundu VopnfirSinga
saga og Droplaugarsona saga taldar frá fyrsta fjórðungi 13.
aldar, Gunnars saga ÞiSrandabana og Þorsteins saga hvíta frá
öðrum fjórðungi aldarinnar, Hrafnkels saga og Þorsteins þátt-
ur stangarhöggsj?) frá síðasta fjórðungi aldarinnar og Þor-
steins saga SíSu-Hallssonar og Brandkrossa þáttur eftir 1300.1)
Það er merkilega fátt í VopnfirSinga sögu af áttatáknun-
um.2) NorSr kemur einu sinni fyrir og það í merkingu, sem
1) Nú raðar Jón Jóhannesson þessum ritum svo í útgáfu sinni af
AustfirSinga sögum (IF X, 1950): Gunnars þáttur ÞiiSrandabana (um
1200—1225), Droplaugarsona saga (1240), Vopnfirðinga saga 1225—1250),
Þorsteins saga SÍSu-Hallssonar og ölkofra þáttur (1250), Þorsteins saga
hvíta og Brandkrossa þáttur (1250—1300), Þorsteins þáttur stangarhöggs
(1275—1300), Hrafnkatla (um 1300), Vljótsdœla saga (um 1500).
2) Þetta, hve fátt er af áttatáknunum í VopnfirSinga sögu, gæti bent
til þess, að hún væri ekki samin af kunnugum manni í héraðinu (þótt
þessar fáu áttir, sem nefndar eru, mæli ekki á móti því). Þetta gæti því
stutt skoðun Jóns Jóhannessonar, að VopnfirSinga saga sé samin utan
héraðs af niðja Þorkels Geitissonar, t. d. Lofti Pálssyni biskups, er bjó í
Hítardal árin 1224—1242.
Vert væri að rannsaka, hve tíðar áttatáknanir eru í ritum, sem sannan-
lega eru samin utan héraðs, eins og HáwarSar sögu IsfirSings, Grœnlands
og Vínlands sögum o. s. frv.