Skírnir - 01.01.1953, Page 184
180
Stefán Einarsson
Skirnir
sennilega liefur verið algeng eystra að fornu og nýju: Geitir
gorir nú hcimanfer'S sína norðr í LjósavatnsskarS 5112-13. sbr.
Ljósvetninga sögu (VoSu-Brands þátt), þar sem ferð til sömu
héraða er lýst þannig: Brandr reið nú . . . vestr til fgSur síns
IX, 56. Ef þetta er ekki innskot norðlenzks skrifara, þá mælir
það gegn ætlun Björns Sigfússonar (lF X, 1940, bls. liii),
að þátturinn sé skrifaður á Austurlandi. Andstæðurnar inn:
út, upp: ofan eru notaðar, út er algengast, inn kemur aðeins
einu sinni fyrir: Eyvindr flutti þá Bjarna inn eptir Vápna-
firSi 6815-16; það er vert að gefa þessu gaum, því að inn er
merkilega lítið notað í Austfirðinga sögum. Aðeins Brand-
krossa þáttur, sennilega ritaður í Vopnafirði (sbr. austr í
HeraSsdal 19123) hefur inn í bæjanöfnunum Vík hinni innri
18616-17 og Krossavík hinni innri 1914. Krossavík innri er
líka einu sinni nefnd í Droplaugarsona sögu. Fram kemur einu
sinni fyrir í VopnfirSinga sögu: ef þeir riSa á eptir ySr ok
um fram selit 6119-20.
Droplaugarsona saga hefur a. m. k. fjórum sinnum meira
af áttatáknunum en VopnfirSinga saga. Málvenjan er mjög
skýr: Þegar farið er yfir Lagarfljót, sem stundum er kallað
vatn, stundum fljót, er ávallt sagt vestr: austr, eins nálægt
„réttu“ og komizt verður (V:A, NV:SA), þar sem nútíma-
málvenja hefur hið sýnilega „ranga“ norSur: austur. Hugsan-
legt væri, að þessi „rétta“ málvenja við fljótið væri af svip-
uðum toga og sú rétta málvenja, sem tíðkast á Vestur- og
Norðurlandi í grennd við bæi — en ekki þykir mér það
líklegt. Liklegra væri, að á VíSivgllum enum sySrum . . . á
VíSivgllum enum narSrum 14512-14 væri „rétt“ vegna ná-
lægðar (en VíSivgllu hina neSri 15417). Svipað mun vera
fyrir sunnan garS 16429-30 og til Oddmarslœkjar fyrir vestan
EiSaskóg 16614.
Um fjarlægari héruð er málvenjan: norSr i Krossavík (í
Vopnafirði) 1655 og Þ. bjó at Giljum í Jgkulsdal norSr
14428 Hvort tveggja er í samræmi við nútímamálvenju, en
seinna dæmið er grunsamlega „rétt“, þegar það er borið
saman við: Þeir fóru heiman (af Arnheiðarstöðum) ok vestr
á heiSi (þ. e. Fljótsdalsheiði) 14814~15. Af öðrum fjarlægum