Skírnir - 01.01.1953, Side 185
Skírnir
Áttatáknanir í fornritum
181
héruðum finnast þessi dæmi: sendi Flosi frá Svínafelli orð
Þorkatli Geitissyni, at hann skyldi fjglmenna norSan til hans
15624-26; fór Þorkell .. . suSr til Svínafells (úr Vopnafirði);
þaSan . . . vestr í Skóga 1572-3; fóru . . . it efra suSr um jgkla
ok komu ofan í HornafjgrS 17312-13. Þetta síðasta dæmi
bendir til málvenju, algengrar að fornu og nýju, að fara
ofan á firSi, upp í FljótsdalshéraS: fceri í fjgrSu ofan 15723;
ofan um heiSi 15727; upp um fjall 1584.
Upp og ofan eftir Héraðinu sjálfu eru áttatáknanirnar
alltaf: upp: ofan, út, en inn og fram koma aldrei fyrir.
Gunnars þáttur ÞiSrandabana og Þorsteins saga hvíta
hafa engin dæmi, sem koma ekki fyrir í sögunum hér að
framan, ef augljósar villur í þeim eru leiðréttar (sbr. Sigurð-
ur Gunnarsson: „Örnefni frá Jökulsá í Axarfirði austan að
Skeiðará“, Safn til sögu tslands 1886, II, 429—497). Þorsteins
saga hefur einu sinni aptr og fram, en hvorugur þátturinn
notar inn.
Hrafnkatla notar vestr-.austr eins og hinar sögurnar: fœr
. . . bú þitt . . . vestr yfir Lagarfljót 9515-16; fyrir austan Lag-
arfljót 12614. Um fjarlægari héruð: eiga orendi vestr til Dals
(þ. e. Jökuldals) 13013; (úr Breiðdal) norSr yfir heiSi 9512,
en ríSa upp um ÞórisdalsheiSi á venjulegri austfirzku.
Andstæða út, ofan er stundum upp, sjaldan suSr, oft fram,
en aldrei inn. Dæmi: út yfir Rangá í Tungu 9517; Þessi
þinghá . . . gekk upp í SkriSudal ok upp allt meS Lagarfljóti
12614 16; suSr á VíSivgllu: út á ILrólfsstaSi (frá Hrafnkels-
stöðum) 12914—1S; Freyfaxi gengr í dalnum fram 997;
SíSan var fœrt í sel fram í Hrafnkelsdal 9920-2x. Þetta eru
fyrstu dæmin um fram í merkingunni inn, sem nú tíðkast
um allt Norður- og Austurland; og eru enn fimm dæmi þess
í sögunni, að ótöldu dæminu fram á hamarinn 1253 í merk-
ingu, sem algeng er um allt land.
Þorsteins þáttur stangarhöggs er alveg laus við áttatákn
og í Brandkrossa þœtti eru aðeins fá ein, sem þegar hafa
verið nefnd í sambandi við VopnfirSinga sögu.
Þorsteins saga SíSu-Hallssonar virðist „staðsett“ í Álftafirði
(sbr. heim til Hofs 2228). Ef svo væri, þá er Þorsteinn kom