Skírnir - 01.01.1953, Page 186
182
Stefán Einarsson
Skímir
út í Fjgrðum austr 2181-3 í samræmi við nútímamálvenju. En
reru út ór ÁlptafirSi ... fóru svá norSr til Landsness 2292 9-30
og Þeir ... koma norSr undir Bakka á Berunesi 2305-6 mæla
á móti þessu; þar mundi nú sagt ,austur‘. Aftur á móti mundi
norSr til VápnafjarSar 22816 og norSan um SmjgrvatnsheiSi
2282 0-21 vera í samræmi við málvenju bæði að fornu og nýju.
SuSr kemur einu sinni fyrir: fór Þ. suSr at fjárfari sínu
(þ. e. ,suður í Lón‘) 22832-33, vestr aðeins í fara á vestanvert
land 22217-18. Hvort tveggja mundi sagt nú á dögum líka.
Fara upp eptir BreiSdal 22614-15 er líka nútímamálvenja, en
því miður er ekki hægt að vita, hvað upp í HlíS í Lóni 2238-9
merkir, af því að þar er eyða í handritið. Nú á dögum segja
menn upp í Lón úr Hornafirði og ofan í HornafjörS úr Lóni.
Þó að Fljótsdœla saga sé miklu yngri en hinar sögurnar
(Dropl.s. s., Hrafnk. s.), notar hún vestr: austr á sama hátt
og þær: vestr.-austr yfir (Fljótsdals)heiSi 523-25. Eins og
þær hefur Fljótsdæla saga norSr í VápnafirSi 103 gagnstætt
austr í . . . Tungu 1118—121. Um fjarlægari héruð norSr á
MgSrudalsheiSi . .. norSr til Mývatns ... vestr til sveita, unz
liann kom til Helgafells 9728—982; suSr í Flóa 607.
Upp.-ofan er notað á venjulegan hátt: upp um heiSi 1226
(úr Njarðvík í Hérað), vistuSust í herdS upp 2610; upp á
BessastaSi 333°; ofan til Vallaness 4013-14; þessi tvö síðustu
dæmi um hreyfingu upp og ofan héraðið. f stað ofan er út
oft notað: út eptir brúnum 41°= ofan eptir brúnunum 4212-13.
Inn kemur fyrir aðeins einu sinni: ganga inn til nausta (með-
fram ströndinni!) 7816, en fram (= inn) er notað í upp í
FljótsdalsheraS til grasa, allt fram at jgklum 510; auk þess
nokkrum sinnum annars í öðrum óvenjulegri merkingum.
Athugun á Austfirðinga sögum hefur sýnt, að í þeim
öllum gætir málvenju, sem er jafnólík fornri málvenju á
Vesturlandi og Norðurlandi og hún er ólík nútímamálvenju
á Austurlandi. Það er óhætt að segja, að „rétt“ notkun
norSrs: suSrs á Fjörðunum og austrs: vestrs á Héraði er
miklu algengari þar en á Vesturlandi að fomu, en í nútíma-