Skírnir - 01.01.1953, Síða 188
184
Stefán Einarsson
Skírnir
554—556) reyndi eg að sýna, hvernig mállýzkutakmörk hefðu
myndazt norðvestan við Breiðdal og Stöðvarfjörð. Þar hafa,
ef til vill frá 1670, verið takmörk milli miðhluta og suðurhluta
Múlasýslu1), og þar voru eftir 1684 mörkin milli verzlunar-
héraðanna, er lágu til Reyðarfjarðar og Djúpavogs (í Beru-
firði). Hérað Djúpavogs náði alla leið sunnan úr öræfum
austur á Stöðvarfjörð, og það var alls ekki ólíklegt, að í þessu
héraði hafi andstæðan suSur.-austur komið upp og breiðzt
enda á milli í héraðinu, en ekki lengra norður (,,austur“),
og einmitt fyrir norðan Stöðvarfjörð er hin forna „rétta“ and-
stæða suður: norSur enn á lífi.
Á korti Knopfs eru mörkin milli norðurhluta og miðhluta
Múlasýslu um Lagarfljót; þessi mörk héldust að nokkru leyti,
þegar sýslunni var skipt 1779 í Norður- og Suður-Múlasýslu.
Sömuleiðis var Lagarfljót gert að takmörkum milli verzlunar-
héraða Vopnafjarðar og Reyðarfjarðar 1691. Vera má, að
þessi skipting hafi stuðlað að því, að menn hættu að segja
austur: vestur yfir Fljót og fóru að segja í stað þess austur:
norSur yfir Fljót. Það, sem þá virðist hafa gerzt, er, að menn
fóru að nota áttatáknanir, sem áður höfðu aðeins gilt um
fjarlægari héruð, eins og norSur á MöSrudalsheiSi, innan hér-
aðsins sjálfs: norSur yfir Fljót. Mér virðist þetta, satt að segja,
allt annað en sannfærandi lausn gátunnar, en eitthvað hlýtur
að hafa gerzt til að hleypa breytingunni af stað, — ef aust-
firzku sögurnar sýna rétta mynd af málvenju þar eystra.
Annað merkilegt einkenni austfirzku sagnanna er það, að
þær nota aldrei að kalla inn og að fram kemur þar í fyrsta
sinn fyrir í merkingunni inn, sem verður síðar algeng þar
og á Norðurlandi. En betra er að fresta umræðu um þetta,
þangað til búið er að líta á sunnlenzku sögurnar.
1) Mörk þessi eru dregin á kort T. H. H. Rnopfs af Islandi 1732, útg.
af Halldóri Hermannssyni í The Cartography of Iceland, 1931 (Islandica
XXI).