Skírnir - 01.01.1953, Side 189
Skímir
Áttatáknanir í fornritum
185
Rit af Suðurlandi.
Það eru aðeins þrjár sögur af Suðurlandi: Svínfellinga saga
í Sturlungu, Njála og Flóamanna saga.
1 Svínfellinga sögu eru áttatáknanir ekki mjög oft notaðar,
en það lítið, sem er af þeim, sýnist vera í samræmi við notk-
un Nfálu. Svo er um austr :vestr, suðr: norÖr nema í þess-
ari setningu: Þat mannaforrceSi ger'ði hann sér til handa,
er þeir hgfðu um deilt, en þat var norSr frá LónsheiSi um
fjgrSu til Gerpis ok til Eyvindarár upp í heráSi, ok skyldi
þat jafnt skerSa beggja hluta þeira brœSra, ok jafna meS
sér þau góSorS, er norSr váru þaSan, Sturl. II, 11922~26. Mál-
venjan norSr frá LónsheiSi er sú hin sama og í Þorsteins sögu
SíSu-Hallssonar, en er frábrugðin málvenju Njálu og mál-
venju nú á dögum, sem mundi vera: austr frá LónsheiSi.
NorSr: suSr eru annars aðeins notuð um ferðalög til Norður-
lands og frá því.
Út :inn finnst alls ekki í Svínfellinga sögu (nema fóru
út til papa 13214-15, þ. e. til Rómar), en upp-.ofan eru notuð
eins og í Njálu.
1 Flóamanna sögu (útgáfu Guðbrands Vigfússonar og Mö-
biusar, 1860) virðist vestr.-austr notað á venjulegan hátt,
sömuleiðis upp, néSan: ofan, en sumt er mér ekki ljóst. Hvað
þýðir á Stálfjgru fram frá Stokkseyri 1235~6? Þýðir það ,nær
sjó en Stokkseyri‘? Og hvað merkir enn ytra hlut Eyrarbakka
12324~25? Kannske ,vestur‘, eins og mig grunar, að það þýði í
at þeiri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lœkinn 16032.
Og hvað þýðir út í Einarshgfn 12630~31 og (frá Höfða) út á
Eyrar í Einarshgfn 1383°? Mig grunar, að í þessum tveimur
siðustu dæmum sé merkingin út, en ekki vestur.
Af öllum þeim sögum, sem hér hefur verið farið yfir, er
Njála yfirgripsmest á allan hátt. Hún tekur eigi aðeins yfir
allt Suðurland, sem virðist vera heimkynni hennar, heldur
teygir hún sig líka bæði yfir Austurland og Vesturland.
Á suðurströnd landsins mundi mega að fyrra bragði búast
við, að austr: vestr væri mest notað, enda er það svo í raun