Skírnir - 01.01.1953, Side 190
186
Stefán Einarsson
Skímir
og veru, en það fer eftir strandlínunni og vegunum, að hve
miklu leyti þessar áttatáknanir eru „réttar“ eða ekki. Á Suður-
landsundirlendinu er áttin venjulega NV: SA, en í Skafta-
fellsþingi SV :NA frá Mýrdal aðtelja, sem er syðsta héraðið.
Síðan má teygja vestur alla leið til NNV í vestr til Bjarnar-
fjarðar (á Ströndum) 8713 og austur í NA alla leið austr í
Vápnafjgrð 32829. (Eg vitna hér í útgáfu Finns Jónssonar
af Brennu-Njáls sögu, Altn. Saga-Bibl. 13, 1908).
Dæmi um notkunina á Suðvesturlandi: riÖu þeir vestan
yfir ár (þ. e. Hvítá, Þjórsá og Rangá vestri eða ytri) ok kómu
... viS Rangá (eystri) 12422*23. Kácri reið þaSan (frá Mos-
felli) austr yfir ár ok svá til FljótshlíSar ok austr yfir Markar-
fljót ok svá til Seljalandsmúla. Þeir riSa austr í Holt (undir
Eyjafjöllum) 3252°-22. ... SíSan riSu þeir austan á Rangár-
vgllu 3264~5 . . . ReiS þá Þorgeirr austr aptr, en Kári reiS
vestr yfir ár ... í Tungu 32822-24.
Áttir Njálu á Vesturlandi eru skýrar í fyrstu kapítulunum:
Nú víkr sggunni vestr til BreiSafjarSardala 17. Andstæðurnar
þar vestra eru stundum vestr: suSr samkvæmt málvenju hér-
aðsins sjálfs, en stundum vestr: austr upp á sunnlenzka vísu
Njálu. Dæmi: Hrútr . .. reiS . .. suSr, en Hgskuldr reiS heim
vestr (úr Borgarfirði). Hrútr kom austr á Rangárvgllu 73-5;
45. tJr Borgarfirði fara bræðurnir vestr til Dala, þaðan austr
á Rangárvgllu 1625, 28. Frá stað í Dglum vestr 357 fara
menn vestr í fjgrSu 1716, en norSr til BjarnarfjarSar á Svans-
hól (á Ströndum) 2926—301. Sbr. (Hallgerðr á Hlíðarenda)
sendi mann vestr til BjarnarfjarSar 8713! Vestlenzk málvenja
er enn fremur suðr til Varmalœkjar 391 og Þeir brœSr áttu
suSr Engey ok Laugarnes 3415-16, sennilega lika yfir Hvítá
vestr 516. Það er auðséð, að hver, sem reit þetta, hefur verið
vel kunnugur málvenju á Vesturlandi (í Borgarfirði, Dölum),
þótt hann grípi stundmn til sinnar eigin sunnlenzku (?) mál-
venju.
Áttatáknanir Njálu á Austurlandi eru líka mjög augljósar.
Ef við fylgjum Þangbrandi presti frá landtöku hans austr í
fjgrSum í BerufirSi, þar sem heitir Gautavík 23114-15, verðum