Skírnir - 01.01.1953, Page 192
188
Stefán Einarsson
Skímir
Austfirzk málvenja mun vera í: upp í FljótsdalsheraS 3238
og fyrir neSan Lagarfljót 3218 (þ. e. fyrir austan Lagarfljót).
Síðasta dæmið er gegn málvenju nú á dögum eystra.
Et ofra heitir nú a. m. k. á Austurlandi í efra (hiS efra)
°g þýðir „uppi í fjöllunum eða efri héruðunum“. Andstæða
þess ætti að vera et neSra, en komi það fyrir í Njálu, hefur
mér sézt yfir það. Aftur á móti er et fremra einu sinni notað
í merkingunni „í lágsveitunum nálægt sjó“ 3091. Hér ætti
að draga fram hin fáu, en einkennilegu dæmi um fram, sem
finnast í Njálu, en því verður frestað um sinn.
Það, sem mann furðar langmest á í Njálu, er það, að hún
hefur því nær engin dæmi um út: inn í venjulegri merkingu.
Eg hef aðeins fundið þrjú dæmi: út meS ÁlptafirSi fyrir vest-
an 32314; út á MeSalfellsstrgnd 2413 og báSu sér skips inn
til lands 31L Fyrsta dæmið er af Austurlandi, tvö síðari
dæmin af Vesturlandi. Loks hef eg tekið eftir einu dæmi að-
eins, þar sem út = vestr á Suðurlandsundirlendinu: riSu út
yfir Þjórsá 631-2. Barði Guðmundsson kveðst hafa fundið út
í þessari merkingu aðeins í Kristni þœtti, en þrátt fyrir ítrekaða
leit hef eg ekki fundið þann stað í útgáfu Finns Jónssonar.
Nú er þess að geta, sem merkilegt er, að inn finnst því
nær aldrei í Austfirðinga sögum —• nema lítils háttar í
VopnfirSinga sögu og Brandkrossa þætti og eitt dæmi í Drop-
laugarsona sögu. Þetta virðist styðja þá tilgátu Barða, að
Njála sé rituð af Austfirðingi. En hvers vegna notaði hann
þá aðeins einu sinni út eftir austfirzkri og almennri mál-
venju? Áður en hægt sé að svara þeirri spurningu, er sjálf-
sagt að athuga, hve oft inn. út, upp:ofan og fram koma fyrir
í sögunum, en það er auðveldast með því að setja tölurnar
upp í skrá.
Bls. inn út upp ofan fram
Sturlu saga 67 5 12 4 1 0 Vesturland
Laxdæla (hluti) 166 14 12 5 7 0
Guðm. saga dýra 70 14 15 7 9 0 Norðurland
Glúma 87 0 3 0 1 1
Ljósvetninga saga 143 2 5 2 2 0
Reykdæla 147 1 2 4 0 2