Skírnir - 01.01.1953, Síða 195
Skimir
Áttatáknanir í fornritnm
191
hefði teygt sig inn yfir umdæmi u/jp-notkunarinnar, en ein-
mitt það hefur gerzt í hinum löngu dölum Vestur- og Norður-
lands. Þó er eg ekki viss um að hafa ótvíræð dæmi um það
á Vesturlandi (ef til vill í Dali inn, Laxdœla 32), en það
er skýrt í Eyjafirði í GuSmundar sögu dýra og kannske í
Vopnafirði.
Annars eru einmitt á Austfjörðum staðhættir, sem minna
á vesturströnd Noregs. Það væri því ekki að undra, þótt grein-
armunurinn á inn og upp hefði haldizt hér vel. Og svo er
að sjá sem þetta hafi í raun og veru orðið svo á Fljótsdals-
héraði, en margir landnámsmenn þar komu út „niðri í Fjörð-
unum“ og fóru þaðan „upp yfir fjall“. Því miður er engin
leið að ákveða málvenjuna í Fjörðunum sjálfum, nema gerlegt
væri að draga ályktanir af málfari Kolskeggs fróða í Land-
námu í þeim köflum, sem hann hefur með vissu eða að lík-
indrnn sagt fyrir. Auk Krossavíkr iÖri í Vopnafirði finnst inn
í Breiðdal, Berufirði, Álftafirði og Hornafirði, en ýmis af
þeim dæmum ættu heldur að vera upp til þess að styðja
tilgátu vora, t. d. Bjgrn sviSinhorni hét sá maSr, er nam Álpta-
fjgrS hinn nerSra inn frá RauSaskriSum ok SviSinhornadal
(.Landnáma (Hb.) 9431-32). Þó getur það verið að marka, að
Landnáma notar aldrei inn á Fljótsdalshéraði.
Nú er komið að hinni löngu suðurströnd íslands —• heim-
kynni Njálu. Frá Hornafirði til Hellisheiðar er hún ein óbrot-
in lína, hafnlaus, flöt og bein strönd. Ofan við ströndina er
flatlendi, sem nær upp undir ása, fjöll eða jökla hálendisins;
þetta undirlendi er mismunandi breitt, en sjaldan teygjast
upp úr því dalir inn á hálendið. Á þessu hallandi strand-
flatlendi, sem er eins ólíkt vesturströnd Noregs og mest má
verða, eru notaðar einungis hinar einföldu áttir Njálu: vestr:
austr, upp-.ofan. Ef vér höldum fast í þá tilgátu, að inn hafi
upphaflega þýtt ,inn til lands1 aðeins, er auðséð, að höfundur
Njálu hefði aðeins getað notað það í dæmum eins og sigldu
inn til lands, en einmitt eitt slíkt dæmi kemur fyrir í Njálu
(31x). Mér virðist skýrt, að áttir Njálu hæfi suðurströndinni
fyrst og fremst og kannske einkum hinni mjóu strandlengju
Skaftafellsþings. Og málvenja Njálu fær stuðning eigi aðeins