Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 196
192
Stefán Einarsson
Skírnir
af hinum fáu dæmum í Svínfellinga sögu, heldur einnig af
dæmum í Landnámu. Á allri strandlengjunni frá Hornafirði
til Hellisheiðar kemur inn aðeins tvisvar fyrir í Landnámu
eða réttara aðeins einu sinni: Iietill aurriði . . . bjó á Vgllum
hinum „yðrum“ Hb. 11228-29, sem Finnur Jónsson les ytrum
í nafnaskrá sinni. Hitt dæmið er fyri innan Ægisdyr 10516-17
í Vestmannaeyjum. Hvorugt dæmanna veitir nokkra hug-
mynd um notkun inn á þessu langa svæði.
En þótt Njála og Landnáma fallist í faðma um notkun eða
notkunarleysi inn á Suðurlandi, þá gegnir allt öðru máli um
út. Eg hef þegar nefnt dæmi um notkun Landnámu á út =
vestur á Suðurlandsundirlendinu. Hér skal því aðeins við
hætt, að þau 14 dæmi, sem finnast í Landnámu innan Sunn-
lendingafjórðungs, merkja öll með tölu vestur, en eitt virðist
um leið hafa merkinguna út:fyri utan Hvassahraun 1232 8.
En hér koma ekki öll kurl til grafar, því að það finnst enn
eitt stakt út í Skaftafellsþingi: Leiðólfr .. . bjó at Á fyri aust-
an Skaptá út frá Skál 10120~21, þ. e. ,vestur frá Skál‘. En þetta
er líka eina dæmið um út frá Jökulsá á Sólheimasandi austur
í Hornafjörð, en þar fer orðið að koma fyrir í sinni venju-
legu merkingu ,til hafs‘.
Ef ekki væri þetta eina dæmi um út = vestur í Skaftafells-
þingi, þá væri sjálfsagt að ráða af Landnámu, að sú málvenja
væri bundin við Suðurlandsundirlendið. Og ef út = vestur
væri nú ekki algengt um alla Vestur-Skaftafellssýslu og kæmi
jafnvel fyrir austur í Hornafjörð, þá dytti engum annað í hug
að skýra út frá Skál sem villu Landnámuhö{\má.sr'ms. eða
höfundanna, og það mjög fyrirgefanlega og skiljanlega villu.
Hitt er meira, að höfundur Njálu skuli geta sneitt svo hjá
öllum i/t = vestur á Suðurlandsundirlendinu, að fyrir komi
aðeins eitt dæmi: riðu út yfir Þjórsá. Neikvæður vitnis-
burður Landnámu og Svínfellinga sögu bendir til þess, að út
= vestur hafi ekki verið notað í Skaftafellsþingi að fornu.
Vitnisburður Njálu styrkir það líka eða sannar það beinlínis,
ef álíta má, að Njála hafi verið samin af Skaftfellingi, eins
og Einar Öl. Sveinsson hyggur, fremur en af Austfirðingi að
ætlun Barða Guðmundssonar. En eins og áður hefur komið